Siðameistara kanadíska ríkisins hefur borist bréf

frá Frjálslynda flokknum (Liberals) þar sem farið er fram á að íbúðakaup ráðherra í málefnum kvenna, (Status of Women Minister) séu yfirfarin og gengið úr skugga um að þessi kaup séu í samræmi við reglur banka um að bjóða ekki húsnæðislán án nokkurrar innborgunnar, atferli sem talið er hafa verið eldsneyti og olía fasteignakrísunnar í BNA.

Málavextir:

Ráðherrann kaupir sér 4ja svefnherbergja íbúð í uppahverfi Ottawa sem kostar tæpar 113 milljónir ÍSK.  Samanlögð árslaun ráðherrans fyrir þingstörf og ráðherraembætti eru rúmar 27 milljónir króna, eða fjórðungur íbúðarverðsins.

Ráðherrann  fær húsnæðislán hjá Nova Scotia Bank, en veðbækur sýna að eignin er veðsett til fulls.

Óljóst sé hvort hann hafi fengið fullt lán án þess að greiða neitt niður, eða að veitt hafi verið almenn bankafyrirgreiðsla (line of credit) fyrir niðurgreiðslunni með veði í íbúðinni.

 

Það er vissulega áhugavert að setja þessar tölur í samhengi við íslenskt umhverfi en miðað er við gengi á CAD$ 128 sem er á sögulegu pari við USD$ í dag.

Þeirri sem þetta párar finnst þó áhugaverðara að vita hvert sendir fólk sambærileg erindi og kvartanir til siðameistara íslenska ríkisins?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þeirri sem þetta párar finnst þó áhugaverðara að vita hvert sendir fólk sambærileg erindi og kvartanir til siðameistara íslenska ríkisins?

Sæl Jenný, Það er eins og minni að einhverjir tilburðir hafi verið gerðir til að setja alþingi og ráðuneytum siðareglur, en þar var hvergi tekið fram hvernig með skuli fara ef útaf brygði. Semsagt smjörklípa til að friða almenning.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2010 kl. 14:05

2 identicon

Jenný, hvernig næst í þig? Ég er með sama netfang og áður.

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 14:49

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

er með póstfangið jenny.stefania@shaw.ca

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.4.2010 kl. 14:54

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég man þegar Finnur Ingólfsson fékk tvöfalt húsnæðismálastjórnarlán á hús sem hann var að byggja í Grafarvogi fyrir löngu síðan, hann þóttist vera að byggja tvær íbúðir að mig minnir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2010 kl. 01:14

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Jóna mín, 

Gat nú dauðans verið, að sá kóni hafi getað rakað til sín meira en Jón og Jóna áttu rétt til.

Nú þarf ég að hlaupa til og taka ofnæmispillu, því það byrjaður óstöðvandi kláði og útbrot, sem  læknavísindin hafa úrskurðað sem bráðaofnæmi fyrir þeim kóna er þú nefndir.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.4.2010 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband