Skaðleg síbylja ritstjóra.

Þessa dagana hefur umræðan um síbylju ritstjórans á Hádegismóum aukist mikið.  Líklega má "þakka" þessa auknu athygli ummælum Jóns Baldvins um manninn sem var æðsti valdhafi íslenska ríkisins í 13 ár, seðlabankastjóri strax á eftir, numinn á brott með byggingakrana úr rústum íslensks efnahagslífs, sem hrundi með manni og mús fyrir bráðum 2 árum, og telur enn að hann beri nákvæmlega enga ábyrgð, það sé engin ástæða til afsökunar, enda var hann eini maðurinn sem varaði við.

Allan þennan valdatíma fór það ekki fram hjá neinum ef manninn mislíkaði við einhvern.  Hann beitti "uppistands" aðferðum við að tala niður "götustráka" og önnur hrekkjusvín og þótti alveg drepfyndinn í ákveðnum hópum og klíkum, sem maðurinn hélt að væri (heldur að sé) þverskurður þjóðfélagsins.

Ég fullyrði að ástæðan fyrir því að um miðbik Baugsmálsins svokallaða fór síbylja mannsins að hafa þveröfug áhrif.    Mörgu fólki fraus hugur við því að horfa á hvernig persónuleg óvild hans skyggði á málefnin og meint fjármálasvik, sem mótaðilinn nýtti sér til ýtrasta og skapaði þannig meðbyr með sjálfum sér, sem kannski hefur haft áhrif alla leið inn í dómshús, og kannski ekki.

Nú er maðurinn orðinn ritstjóri fyrrum virtasta blaðs landsins, og skrifar þar leiðara og staksteina sem bæði upplýsa DNA, fingrafari og hugarfari ritarans, svo algjör óþarfi er að manngreina höfund.

Til skamms tíma, var hægt að setja athugasemdir inn á þessi leiðaraskrif á blogginu, en því lokaði maðurinn fljótlega, þannig að einungis þeir sem greiða fyrir áskrift af síbyljunni mega rita athugasemdir.  Fjölmargir sem sagt hafa upp blaðinu eftir áralanga áskrift, gerðu grein fyrir uppsögn sinni, m.a. á bloggi.is

Nú er svo komið að það þykir stórhættulegt mannorði og trúverðugleik einstaklings ef leiðari blaðsins eða staksteinn mærir hann, enda sé þessi einstaklingur ekki venjulega talinn vera meðhlæjandi ritstjórans.

Er viss um að enn situr prýðilegt fagfólk upp í Móum, sem svíður að vera brigslað við síbylju eða undirlægjuhátt á kostnað fagmennsku í blaðamennsku.  

Á sama hátt og síbyljan þegar Baugsmálið stóð sem hæst og sneri almenningsáliti upp í andhverfu við síbyljuna, "óttast" ég að áframhaldandi síbylja mannsins í ritstjórastól muni stórskaða jafnvel fólkið sem ann honum mest.

Það er enn tími til að taka fyrsta skrefið. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; fornvinkona góð !

Ég hugsaði mitt; vorið 1991, þá ''Sjálfstæðismenn'' hófu þennan skaðræðis pjakk, sem Davíð Oddsson hefir lengst af, reynst verið hafa - og vísa ég þá, ekki hvað sízt, til stjórnarhátta hans, í Reykjavíkurborg (1982 - 1991), svo sem.

Ekki; höfðu þeir rænu til, að velja sér annan leiðara, í stað hins liðónýta Þorsteins Pálssonar; hver, er í dag, einn helzti vonarpeningur ESB uppsópsins, hér heima á Íslandi, í dag.

Þorsteinn; gerði Suðurlands kjördæmi, marga skráveifuna, þegar hann sat þing, í nafni þess, á sínum tíma, helvízkur rafturinn.

Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan, að Kletta fjallanna rótum /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 00:38

2 identicon

Sammála Þér, þóttist sjá að fleiri axarsköft mundi apparatið gera, og líklega stærri, eftir að sjá þetta í beinni útí flugstöð, slefandi fullur, að gefa milljónir af almannafé til spilaklúbbs, sem var að lenda og hafði unnið spilaslag í útlöndum, enginn hefur síðan séð eða heyrt af spilafélögunum. Ekki datt manni samt í hug að mannkertið ætti eftir að koma þjóðinni úr góðum efnum niðrí skuldafen. Það versta er samt að ekki virðist vera hægt að losna við óværuna, þetta hefur verið sem mara á þóðinni nú áratugum saman, yljar sér nú undir brjóstum fyrrverandi tengdadóttur Einars ríka.

Robert (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 02:17

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Óskar Helgi, fornvinur góður. Ber ekki sömu rætnina gagnvart Þorsteini þessum Pálssyni og þú, kannski einmitt vegna þess að hann var ekki endilega það sem kallast "kjördæmapotari" í þá daga.  Svo veist þú vel að fornvinkona þín deilir enn skoðunum með uppsópum á Íslandi um að einasti vonarpeningur Íslands í dag, sé að ganga af fúsum og frjálsum vilja inn í alþjóðlegt bandalag á borð við Evrópusambandið, en frábið allt blót og ragn í minn garð að minnsta kosti. :)

Er nú reyndar stödd á fagra Íslandi eina ferðina enn, í skamman tíma þó, en sendi að vanda bestu kveðjur í Árnesþing.

Sæll Róbert, já þú segir nokkuð,  dýr var þessi Bermúdaskál þjóðinni allri, og kannski ekki enn runnið af skálarræðuhöfundi 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.9.2010 kl. 09:15

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

"yljar sér nú undir brjóstum fyrrverandi tengdadóttur Einars ríka"

Smellið og íslenskt að beita sömu vopnum og viðmælandinn sem er allt í einu farinn að nafngreina fréttamenn eftir fjölskyldutengslum þeirra, sbr. "Existasystirin"

Ótrúlega ósvífið annars hjá ritstjóra fyrrum virtasta blaðs landsins.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.9.2010 kl. 10:20

5 identicon

Heil og sæl; á ný, Jenný Stefanía og Robert !

Það væri víst ofætlan mín; að þú þekktir til skemmdarverka Þorsteins Pálss sonar, hér heima á Suðurlandi, fyrr á tíð, Jenný mín.

En; að þú skulir líta á hryðjuverka sambandið ESB, sem eitthvert bjargræði, fyrir land okkar og fólk og fénað, er full vel í lagt. Svarnir fjendur okkar; Bretar og Hollendingar, einir máttarstólpa ESB, krefja okkur enn, fjármuna, eftir brask nokkurra einka gróða fífla (''gamla'' Landsbankans), og það; eitt og sér, útilokar öll frekari tengsl okkar, við gömlu nýlendu velda samsteypuna.

Svo; ekki sé nú talað, um Makríl veiða garf þeirra - innan 200 sjómílna okkar.

Ameríkurnar þrjár - Asía; auk annarra heimshluta, bjóða sig fram, til mun nánari tengsla, við okkur - og gæfulegri; en Evrópsku yfirdrottnaranna, vinkona góð.

Njótið Íslands dvalar; sem mest og bezt, Jenný mín.

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 11:20

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Takk fyrir Óskar minn, en á meðan við getum ekki andskotast til að sýna einhvern manndóm gagnvart þessum þjóðum; í það minnsta að  kjöldraga þessa "einka gróða fífla braskara" (þín orð)  og sýna þannig einhvern böll undir kripplaðri og rifinni víkingaskykkju, þá er allur fjandskapur af þeirru hálfu, vel skiljanlegur Óskar Helgi.

Svik, og þjófnaður hefur enda aldrei verið hátt skrifað atferli  hjá mörgum örverpum víkinga sem fæddust á á öndverðri 20.öld og fram að miðbiki hennar að minnsta kosti.

Við njótum vel dvalar hér nú sem endra nær, og hafðu bestu þakkir fyrir góðar kveðjur sí og æ.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.9.2010 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband