Innherji - útherji !

 

Gætir ekki  ákveðins misskilnings í "túlkun" á innherja hjá sjálfum innherjum Íslands?

Þetta kom t.d. skýrt fram í viðtali við einn af fyrrverandi framkvæmdastjórum Kaupþings þegar hann fullyrðir að " hann hafi engar innherjaupplýsingar haft" þegar hann tók þá heppilegu ákvörðun að færa áhættusöm hlutabréfakaup yfir í einkahlutafélag.

Tel jafnvel vera þörf á endurmenntun í skilgreiningu á innherja!

Ekki aðeins hafði þessi framkvæmdastjóri innherjaupplýsingar, heldur var hann "fruminnherji" skv. skilgreiningu laganna og hafði því upplýsingar úr innsta kjarna!

Hér er skilgreiningin í 17 bls.  Handbók    

Innherjar, þ.e. fruminnherjar, tímabundnir innherjar og aðrir innherjar.
58. gr. vvl:


“Með innherja er átt við:


1. fruminnherja, þ.e. aðila sem hefur að jafnaði aðgang að innherjaupplýsingum vegna aðildar að stjórn, rekstri eða eftirliti eða vegna annarra starfa á vegum útgefanda verðbréfa,
2. tímabundinn innherja, þ.e. aðila sem telst ekki fruminnherji en býr yfir innherjaupplýsingum vegna eignaraðildar, starfs síns, stöðu eða skyldna, og
3. annan innherja, þ.e. aðila sem hvorki telst fruminnherji né tímabundinn innherji en hefur fengið vitneskju um innherjaupplýsingar, enda hafi viðkomandi vitað eða
mátt vita hvers eðlis upplýsingarnar voru.”


Til fruminnherja teljast t.d. stjórnarmenn og varamenn, lykilstarfsmenn og ráðgjafar,t.a.m. lögmenn og endurskoðendur.

Ekki skiptir máli hvort aðilar eru sjálfstætt starfandi
eða þiggji laun sín frá útgefanda. Til lykilstarfsmanna teljast t.d. forstjórar, framkvæmdastjórar, innri endurskoðendur og aðrir helstu stjórnendur.

Taktu þessa skilgreiningu til Jóa útherja og vittu hvað hann segir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband