Er fámennið helsta ástæðan fyrir erfiðleikum núna?

Ég er ósammála þessari söguskýringu.  Íslendingar hafa aldrei verið fjölmennari .......  þegar landið varð gjaldþrota.  Meira að segja var nauðsynlegt að flytja inn vinnuafl í stríðum straumum, þegar best lét.

Næstu árin þarf að reka landið eins og hvert annað fyrirtæki.  Í stjórn þessa fyrirtækis þarf ekki að setja fleiri en 11 manns.  Allir aðrir lúta þessari stjórn og bretta upp ermar og fara að vinna að öflun þjóðartekna. 

Fámenni þarf ekki endilega að vera uppskrift að spillingu.  Innræti og græðgi örfárra er uppskrift að spillingu, sem að lokum endar með allsherjar hruni.


mbl.is Fámennið helsta ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fyrirtæki, já hvernig væri nú að fara að tala um alvöru fyrirtæki og steypa þessum s.k. félögum sem frameiða ekkert nema ímyndaðar loftbólur í gjaldþrot. Stórhreingerning.

Finnur Bárðarson, 5.9.2009 kl. 17:23

2 identicon

I am sorry.......You are only 320,000........not 30.200,000

Finnur.....I read all your blogs....you have it right......

Regards

Fair play (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 17:45

3 identicon

Þessar hugmyndir eru ekki frá Ágústi komnar . Erlendir fræðimenn hafa réttilega bent á að hér á landi er ekki nægilegt mannval til að manna mikilvægar stofnanir með fagfólki . Má vera að mannvalið sé fyrir hendi en það er þá sniðgengið af póliískum ástæðum . Eitt örlítið dæmi ; þegar velja þurfti yfirmann við FME fyrir nokkrum árum var fundinn til starfans maður sem hvorki hafði sérstaka reynslu né þekkingu af fjármálum en hann var sonur Páls Péturssonar ráðherra .(Dæmið um son Davíðs er of dapurlegt til að nefna það.) Fámenni þarf ekki að leiða af sér spillingu en á Íslandi hefur fámenni ásamt mörgu öðru leitt af sér víðtæka spillingu . Íslendingum hefur fjölgað hratt undanfarin ár . Hröð uppsveifla kallaði á innflutning erlends vinnuafls . Hið sama gerðist í þýska efnahagsundrinu . Að lokum , ég vona að þú sért ekki að leggja til að þingmenn verði 11.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 17:53

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Hrafn,  tek undir þetta að vissu marki, tel reyndar að það sé einmitt nægilegt mannval til að manna stofnanir, á hinn bóginn væri hægt að ná hagkvæmni og hagræðingu með því að nýta sér alþjóðasamfélagið.  Við þurfum nefninlega ekki alltaf að vera að finna upp hjólið aftur "the Icelandic way". 

Ó jú ég er einmitt að leggja til að fækka þingmönnum verulega og 11 manna framkvæmdastjórn  er fín tala, plús 22 manna öldungaráð.  Það er stundum sagt að "bókvitið verður ekki látið í askana", þetta óhagkvæma kjaftæði sem á sér stað í "seinnökkvanum" við Austurvöll, skilar ekki aur í kassann.  Þvert á móti kassanum blæðir vegna rausins og skýrslugerðafargansins sem þessi stofnun framleiðir.

Við étum ekki þessar skýrslur!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.9.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband