Djúp sannfæring

Þrátt fyrir eindregna andstöðu mína við þrásetu forseta á valdastóli, þá deili ég þessari djúpu sannfæringu með honum.

Endurreisn, í anda fjárkúgunar á saklausu fólki án þess að réttbært dómsvald fái úr því skorið, verður aldrei nema í orði. 

Mikilvægasti eiginleiki valdhafa er að lesa þjóðarsálina.  Þrátt fyrir mikla lesblindu undanfarin ár, hefur herra forseti nú stautað sig í gegnum eindregin vilja, sem ég fullyrði að sé þvert á hallærislegar flokkalínur.

Hrunflokkarnir eiga enn eftir að gera upp syndir feðranna.  Steingrímur Joð, sýndi afspyrnu leiðtogahæfileika í ræðum sínum á Alþingi.  Hefði viljað hafa sannfæringu fyrir því að ríkisstjórnin hefði barist með sama hætti gegn Icesave og þeim kýrskýra rétti almennings að malda í móinn, þó ekki væri nema fyrir komandi kynslóðir.

Hef ekki misst virðingu fyrir Steingrími og elju hans allt síðasta ár. Sú virðing hefur aðeins vaxið.

Því er réttast að draga lögin til baka, létta klafanum af Jóhönnu, og snúast til varnar fyrir hönd almennings á Íslandi. 


mbl.is Telur þetta leiða til sáttar meðal þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það fer um mig hrollur, ískaldur hrollur.  Nú verður ekki auðvelt að komast inn í EU aldrei eftir þetta bull.

Ía Jóhannsdóttir, 6.1.2010 kl. 13:45

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl Ía mín og gleðilegt nýtt ár.

Hrollurinn er ískaldur það er satt, en að gleypa þetta Æsseif án dómsúrskurðar setur að mér helkul.  Svo það er spurning hvort er betra ískalt eða helkalt.

15 ára sannfæring mín fyrir inngöngu Íslands í ESB, er ekki breytt, en Æsseif þvingun, mun valda því að aðild verður hvort sem er kolfelld af sviknum og vonlitlum Íslendingum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.1.2010 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband