Mælistikur að verða raunhæfari.

Þó svo Transparency International hafi mistekist gersamlega að mæla þá "ógeðslegu" spillingu sem á Íslandi hefur grasserað í fjölda ára og birtist aðallega í einkavinabittlingum hvers konar, og þegar menn í valdastöðum hafa misnotað vald sitt í eigin þágu og sinna vina og mulið undir sig almannafé og eigur, þá verður samt að taka viljann fyrir verkið og skoða niðurstöður í víðara samhengi.

TI mælir aðallega "mútur" og stjórnmálaspillingu, sem þyrfti að skilgreina alveg upp á nýtt á Íslandi, því það sem viðgengist hefur hér, flokkar enginn undir mútur eða stjórnmálaspillingu, allra síst þeir sem spurðir eru.

Aðeins einu sinni svo vitað sé hefur því verið haldið fram að stjórnmálamanni hafi verið mútað, 300 milljónir til DO ef hann yrði góður.  Hér eru orð gegn orði, því hinn meinti múturbjóðandi viðurkennir ekki neitt.

Sú staðreynd að þessi vísitala mælir Rússland eitt af spilltustu löndum í heimi á pari við Írak, Afganistan og fleiri með rúmlega 2 í einkunn, er vísbending um að þessar mælistikur eru marktækar, þó ekki sé það í okkar tilfelli.

Hér lýsir rússneskur stjórnandi TI stofnunar í Moskvu niðurstöðum sem "þjóðarskömm".

"How can a country claiming to be a world leader, claiming to be a major energy power, be in such a position?" asked Yelena Panfilova, director of the Moscow office of Transparency International. "It's a situation of national shame." 

transparency-international.png


mbl.is Spillingareinkunn Íslands lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband