Færsluflokkur: Bloggar
24.5.2011 | 03:14
Ef aska leyfir
verð ég komin "heim" að viku liðinni til rúmlega júní dvalar.
Þegar ég horfði á RUV og bóndann gráta fé sitt, í öskustormi úti fyrir, krepptust allir vöðvar af einlægri hluttekningu og meðaumkun.
Það fer að flæða út um öll vit, hvað ein þjóð þarf að þola af náttúrunnar og örfárra manna hendi.
Þessi óværa herðir oss ef til vill, en vonandi ekki of mikið. Þannig harka er í offramboði nú þegar, og verðfellur brátt.
Það er a.m.k. þrennt sem þessi þjóð gæti verið sammála um að vera, gera og vilja;
1. Bera sig með reisn gagnvart náttúruöflum.
2. Berjast gegn dópvanda ungs fólks með kjafti, klóm og höfði.
3. Elska sitt land
Unga fólkið hamingja og menntun þeirra er það sem framtíð Íslands byggir á, það er enginn "frasi" það er áskorun og próf, sem við höfum fallið á s.l. mörg ár.
Við getum ekki bara ýtt ábyrgðinni á stjórnvöld og úrræðin sem ekki duga. Vandinn byrjar heimafyrir af því að þjóðfélagið og stjórnvöld erum við, svo einfalt er það. Þetta er sameiginlegt vandamál sem við sameinuð verðum að leysa. Enginn er hólpinn þegar grannt er skoðað.
Safna sólskini og hlýju í skjóðu, sem ég hleypi úr þegar til Íslands er komið.
Útlitið gott fyrir flug til morguns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2011 | 06:51
Liðið!
Borist hefur myndbréf af Staksteinum dagsins og er ljóst af þeim lestri að þeir telja út í hött að brúka handjárn við handtökur, svo fremi að viðkomandi hafi ekki "nýlega skotið á fjöldasamkomu með hríðskotabyssu"(sic) Vandlætingin frussast um alla steinahrúguna og er beint í áttina til "liðsins" í bloggheimum sem vilja leyfa "þernunni" að njóta vafans í meintri árás.
Ennfremur stikla steinarnir;
"Jafnvel þótt í ljós komi að AGSforstjórinn
eigi enga samúð
inni, þá er samt hægt að horfa
með samúð til hans og allra annarra
sem þurfa að sæta bandarísku
refsiréttarfari."
Puff! gott fyrir "klanið" að vita að þau hefðu átt samúð Staksteina"liðsins" trygga ef dómarinn í New York hefði tekið upp málið þar, ekki satt?
Ef þessi AGS forstjóri á inni samúð vegna þess að ásakanir eru rangar, þá á hann inni samúð annars ekki.
Staksteinar nefna svo til sögunnar Madoff nokkurn sem "viðurkenndi" (nýtt orð í fjárglæpum) að stunda Ponzi svindl í 25 ár, sem gekk út á það að lokka saklaust fólk til að leggja spariféð sitt inn í "plottið" hans. Á endanum töpuðu þúsundir manna sparifénu sínu. Dómurinn hljómaði upp á 150 ár. Hefði það hljómað betur, að rúmlega sjötugur maðurinn fengi 15 ár kannski?
Það er með ólíkindum er að jafn sigldir og sjóaðir steinar átti sig ekki á hlutverki handjárna í handtökum í Norður Ameríku og samkvæmni í dómum þar. Fjöldamorðingjar eru gjarnan dæmdir í 12-20 lífstíðarfangelsi, af prinsippástæðum, en svo eru dauðarefsingar auðvitað kornið sem fyllir mælinn, og má vel flokkast undir "bandarískt réttarfar" samanborið við umburðarlyndan evrópskan mælikvarða.
Handjárn og fálkaorður gegna eiginlega ákveðnum hlutverkum, þó ólík séu; Hlutverk handjárna er að niðurlægja, auðmýkja, sýna boðvald og hvetja til uppgjafar og ........ yfirbuga ef viðkomandi hefur verið að skjóta úr hríðskotabyssu en hlutverk fálkaorðunnar er að upphefja, sýna viðurkenningu, virðingu og hvetja til dáða.
Með sömu rökum, á ekki að spara þessar fálkaorður líka, eða heimta þær til baka ef orðuhafi hefur tapað virðingunni.
Kannski þarf bara að leggja niður "þernur" til að koma í veg fyrir svona harmleiki.
Um eitt geta ríkir og frægir sem "lenda" í kasti við bandaríska dómskerfið verið vissir;
Þeir eru líklegir til að vera meðhöndlaðir á sama hátt, eða (aðeins verri) og John Smith frá Mainstreet, sem áreitti óaðlaðandi þernu á hótelherbergi. Þeir snobba líka upp á við þegar kemur að handtökum.
Væri maður samsæriskenningasmiður, væri þessi handtaka gráupplögð og rökrétt skref í "allsherjarsamsærinu" um ; eina stjórn, einn gjaldmiðil, eitt ríki í heiminum.
Megi sannleikurinn koma sem fyrst í ljós!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2011 | 05:20
Ísaksskóli dejavu - 85 ára afmælishugvekja.
Þetta er dáldið skemmtileg frétt sem ég get ríleitað tú, eins og þeir segja hér í Ameríku.
Löng (með nokkrum hléum) skólaganga undirritaðrar hófst þegar hún var 5 ára, því stóra systir og stóri bróðir fóru í skólann, sem var auk þess okkar hverfisskóli. Ísaksskóli var dásamlegur skóli, finn ennþá lyktina, man enn þá myndina á snaganum (snjókarl) , gleðina, söngvana og spennuna þegar frú Aðalbjörg í fallegu peysufötunum sínum sagði blíðlega; "þú mátt byrja núna" um leið og hún setti skeiðklukkuna í gang og maður byrjaði lesturinn í "lestrarprófinu".
Börnin mín tvö, voru auðvitað send í sama skóla, þó við byggjum í Kópavogi með drenginn og Mosfellsbæ með stúlkuna. Eða ..... þar til Mosfellsbær neitaði að "greiða" með nemendum í einkaskóla í öðru bæjarfélagi.
Fór með málið alla leið til Umboðsmanns Alþingis Gauks Jörundssonar, sem gat ekkert gert í málinu, svo við hjónin urðum að "flytja búferlum" heim á sjálft æskuheimilið, á meðan sonurinn sá um "óðalssetrið" í Mosó.
Ég skil þess vegna krónprinsinn og frúna vel, að gera það sem gera þarf, til þess að koma örverpunum í skólann sem þeim hugnast.
Kennari okkar systkina var Matthildur Guðmundsdóttir,yndisleg kona og frábær kennari, yngsta systir fékk annan kennara sem ég man ekki hvað heitir. Sonur var svo heppinn að fá Herdísi Egilsdóttur sem kennara þar sem þau bjuggu til Tröllalandið fræga. Kennari dóttlu var Sigríður Guðmundsdóttur, sem kenndi í marga áratugi við skólann. Skólastjórar sem ég man eftir í svipinn; Helga Magnúsdóttir, Anton Guðmundsson og líklega einhverjir fleiri, en ég sendi Sigríði Guðjónsdóttur (Siggu ) skólastjóra innilegar hamingjuóskir og þakkir fyrir að viðhalda frábæru skólastarfi,
Með von um að enn sé farið í "vorferð" upp í Öskjuhlíð, og gengið í langri halarófu, syngjandi hástöfum í gegnum Hlíðarnar með nesti í tösku, og farið í "síðasta" í kringum vatnsgeymana þar.
Kærar kveðjur
Fimm ára prins flytur að heiman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2011 | 08:49
Hamingja múgsins
Fólk á jörðinni þarf að vera verulega "lágt" niðri til að gjóa ekki einu eða báðum augum að útsendingum af brúðkaupi aldarinnar.
Maður er náttúrulega eitt af þessum furðuverkum; hattafrík fædd á Íslandi, sem getur aldrei borið hatt af einhverri alvöru, því íslenskir karlar skilja ekki hatta-list. Á konungsvegum gæti maður labbað inn í Westminster Abbey með flauelsklætt víravirki framan á enninu, og engum þætti það hallærislegt, þvert á móti.
Eftir að hafa horft á útgáfu Piers Morgan, sem er auðvitað "born British" en svona arftaki Larry King hér í Ameríkunni, þá stíg ég upp á "bloggstokk" og viðurkenni að ég gjörsamlega heillaðist af;
gleðinni,
gáskanum,
hamingjunni,
fegurðinni,
voninni,
framtíðinni,
höttunum,
og öllu öðru yfirnáttúrulegu sem mátti skynja ef vel var að gáð í
fordómalausum kossum (í fleirtölu) ungu brúðhjónanna á svölunum í Buckingham höll, og litlu augnagotunum sem flestir þekkja sem sterka vísbendingu um sanna ást!
Ég veit að það er fullt af fólki sem finnst þetta hallærislegt, teprulegt og gamaldags par se. Kærði mig líka kollótta þar til ég settist niður og horfði á Piers, (sem er uppáhald no matter what) og heillaðist gjörsamlega af; stundinni, gleðinni, voninni og hamingjunni.
Skynja það "sterkt" að ég er af kynslóð foreldra brúðhjóna þó Kalli sé miklu eldri, en krakkarnir mínir skynja að þau eru af sömu kynslóð og Will og Kate! Það er einhver gáski og einlægni í loftinu sem fólki eins og mér af minni kynslóð líkar, og krökkunum mínum og þeirra kynslóð finnst eðlilegt og normal.
Gæti það kannski gerst, með næstu kynslóð?
Skemmtu sér í Buckingham-höll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.4.2011 | 16:27
Sjúkt og siðlaust viðskiptaumhverfi 2.grein
Í júní 1993 skrifaði ég 1.grein sem bar þetta heiti,
þá var ég ung, reið og ráðvillt nú er ég bara reið.
Í viðskiptablaðinu í dag birtast svo hrikalegar niðurstöður um að 70% stjórnenda í íslensku viðskiptalífi telja það vera siðlaust.
Í mínum huga, verður engin hugarfarsbreyting þvinguð upp á stjórnendur fyrirtækja, hvorki á átján árum eða einni nóttu. Það þarf að gera þetta í gegnum "veskið og virðingu" þeirra, það er það eina sem þeir skilja.
Fámennisþjóðfélagið á marga góða og hugljúfa kosti, en jafnramt er það ástæða og uppspretta þess sem við köllum spillingu og nápot. Það þarf að setja miklu harðari reglur um opinberan rekstur, innkaup og ráðningar, sem fylgt er eftir með reglulegu eftirliti. Ekki skal vera leyfilegt að sama stofnun skipti við sama birgja lengur en 12 mánuði í senn, án undangengis útboðs.
Aðal spillingin nú ef marka má orðróm, felst í að fyrirtæki sem lent hafa í kryppluðum faðmi bankanna, tæknilega gjaldþrota vegna rugls stjórnenda og eigenda, en rekstrarvæn eru nú með dagskipun að snúa viðskiptum sínum hvert til annars, no matter what! Ef einhver sannleikur reynist vera í þessum orðróm, þá er auðvitað um bullandi brot á samkeppnislögum að ræða, sem gætu haft í för með sér háar fjársektir.
Ein grundvallarregla til bráðabirgða vegna efnahagshruns væri sjálfsögð; Þeir sem sátu í stjórnunarstöðum í bönkum og fyrirtækjum og Skýrsla RNA vísar í sem "frekari rannsóknarhæf" viðskipti hjá saksóknara eru óhæfir til stjórnarsetu eða sem æðsti stjórnandi í hlutafélögum þar til meintar ásakanir hafa verið rannsakaðar til fulls og mál dæmd eða vísuð frá.
Stórauka þarf sektarfjárhæðir við hvers kyns brotum í viðskiptum. Víða erlendis eru starfræktar svokallaðar BBB "Better business Bureo", sem tekur út alla starfsemi fyrirtækisins eftir ákveðnum stöðlum, sem ákveða hvort fyrirtækið geti fengið BBB stimpil, sem þykir traustvekjandi og trúverðugur. Þarna er líka komið eftirlitsbatterí sem fylgist með orðrómi og kannar sannleiksgildi, tekur við kvörtunum ofl.
Loks er fullkomnlega tímabært fyrir all löngu síðan að "fagstéttin" Endurskoðendur og Viðskiptafræðingar, álykti opinberlega um þær óvirðingar sem félagsmenn hafa orðið fyrir og halda áfram að verða fyrir á meðan t.d. Endurskoðendur neita að horfast í augu við eða svara af tómlæti; "við gerðum ekkert rangt", og félagsmenn á þeirra vegum liggja undir þungum ásökunum um brot í starfi.
Í stuttu máli; til þess að bæta siðferðið þarf viðskiptaumhverfið, sem getur aldrei einkennst af öðru en mikilli fákeppni, að búa við ferkantaðar reglur, háar sektir og viðurlög við brotum. Almenn umræða um þegar stjórnendur fyrirtækja missa sig í græðgi og opinberri fyrirlitningu á ríkjandi viðhorfum sem leitt hafa til glötunar nú um sinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.4.2011 | 21:39
Beðist velvirðingar á óþægindum ....
Japanir hafa komið heiminum á óvart undanfarnar vikur, m.a. vegna æðruleysis sem fólkið sýnir í hjartans einlægni, í aðstæðum sem myndu æra aðra til blóts og grenjandi sjálfsvorkunnar.
Það er lotningarfull dulúð, sem fylgir stóískri ró Japana, og nú um daginn báðust þeir afsökunar á jarðskjálftum og afleiðingum þeirra. Fram undan eru erfiðir tímar í efnhagslífi Japans, vegna gífurlegs tjóns af völdum náttúruhamfaranna. Japanir munu rífa sig upp úr því fyrr en varir, með nýjum uppfinningum í "disaster free energy".
Þó Íslendingar og Japanir eigi sumt sameiginlegt, eins og það að borða mikinn fisk og státa af langlífi, þá birtist umheiminum gjörólík minnimáttarkennd gagnvart náttúruöflum, annars vegar drambsöm og hins vegar japönsk.
Ekki ástæðulaus ótti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.4.2011 | 19:48
Út fyrir allan þjófabálk
að kalla fjársvik og þjófnað; "persónulegan harmleik" eins og kom fram hjá talsmanni Valhallar á RUV.
Sjálfskapandi víti; getur verið harmleikur fyrir ástvini viðkomandi, en aldrei má "réttlæta" fjársvik og þjófnað með persónulegum harmleik, þó slíkt geti verið ákveðin skýring á athæfinu.
Mér finnst það móðgun og virðingarleysi við þá sem eiga við raunverulegan harmleik að glíma.
Þjófar finnast í öllum stéttum, stærðum og gerðum. Alveg óþarfi fyrir Valhöll að mála þetta öðrum litum.
Fjallaði um "mannlegan harmleik" í þessum pistli.
Grunaður um fjárdrátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.4.2011 | 01:33
Aulahrollur upp á 8 stig á Richter
framkallaðist við lestur þessa bréfs frá "landa" mínum Lesperance um auðmenn sem eru ekki "jackasses".
Það eru nokkur atriði í bréfinu sem framkalla áður óþekkta andlitskippi;
Growth Creators, kallar hann þessa 10 einstaklinga, sem við skulum sem snöggvast þýða "broddborgarar".
Ferilskrá óskast
Broddborgarnir eru bugaðir af áhyggjum yfir ástandi í heimalandinu vegna umhverfisvandamála, tjáningafrelsi og sjálfbærni og jafnframt gætu litlu broddgöltarnir þeirra verið kvaddir í herinn fyrirvaralaust. (lygi)
Af lýsingum á þessum broddborgurum má ætla að þeir hafi látið þungt að sér kveða í sínum heimalöndum, á vettvangi stjórnmála, verndunarstofnana eða góðgerðastofnana hvers konar, áður en að þessari ögurstundu er komið að sækja um annan ríkisborgararétt. Þeir ættu því að hafa rekjanlega slóð sem hægt er að fletta upp praktíkinni á prédikun þeirra. Lögfræðingurinn varar við því að gúggla þetta fólk, því það gæfi alls ekki rétta mynd.
Það er sérstaklega þessi setning sem veldur velgju;
"They already have determined that strategic philanthropy is an important part of their
lives and are looking for ways of creating a worthwhile legacy that will endure
beyond them. "
Það hefði verið trúverðugt að sjá ferilskrá þessara 10 sem sýnir þessa góðgerða- og mannúðarkennd sem er svona mikilvægur hluti af þeirra lífi. Hjónaleysin Angelina og Brad Pitt eru t.d. fólk sem "practice what they preach" og greinilega fylgir sannfærandi hugur máli í öllu þeirra starfi á vegum mannúðar og uppbyggingar, hvaða svo sem hvatir kunni að liggja að baki nema ef vera skyldi góðar hvatir.
Sakaskrá óskast Ískyggilega ísmeygilegt er svarið við spurningunni um sakaferil. Það þjóni engum tilgangi, enda hafa þessir aðilar aldrei búið á (lesist framið brot) Íslandi og því skipti það ekki máli. Lögfræðingurinn ætti að vita að hans eigið heimaland, vill fá sakavottorð skrifað á ensku, stimplað af löggiltum dómtúlk og dagsett í dag áður en þeir taka umsókn um búsetu (ekki einu sinni ríkisborgararétt) til skoðunnar.
Dómsaga óskast Lögfræðingurinn gefur fyllilega til kynna að þessir aðilar séu skotmörk óprúttinna aðila sem lögsækja "broddborgara" til þess eins að valda þeim óþægindum, sem broddborgarar eru jafnvel tilbúnir að semja um greiðslu til að losna undan. Þessar lögsóknir eiga ekkert skylt við lögbrot, heldur einungis óþægindi af hálfu afæta og öfundsjúkra. Þurfum ekki að sækja langt yfir spor-Bauginn til að finna sambærilega útskýringu á hvers vegna viðkomandi er með æviráðna varnarlögfræðingaskrifstofur í mörgum löndum.
Skattgreiðsluferill óskast
Öll umræða um ógleði hópsins gagnvart stjórnvöldum í heimalandi og meintri sóun á "þeirra" skattdollurum vekur auðvitað þvílíka ógleði að ekki er hægt að fjalla um án þess að hrifsa ælupokann af Tryggva Herberts. Sérstaklega þegar verið er að reyna að múntra íslensk stjórnvöld fyrir skynsemi, ráðdeild og réttlæti í atgervi öllu, með þokkalegri virðingu þó fyrir viðleitni þeirra í vonlausu árferði. Þetta er einmitt þjóðflokkurinn sem treystir sjálfum sér bezt til að útdeila "molunum" til múgsins, svo mikið beri á og lýðurinn sturlist af persónulegri velþóknun til þeirra.
Ég skora á fólk að lesa þessa sjö blaðsíðna greinagerð sem fylgir fréttinni. Þó Íslandi veiti ekkert af hjálparhönd við atvinnuuppbyggingu hvers konar, og umfjöllun um 100% sjálfbærni í orkuöflun, fyrst landa í heiminum hljómi óstjórnlega spennandi, þá er ekki sama hver, hvernig og hvenær og hversu mikið það er gert.
Hér blikka 10 rauð ljós og 10 rauð flögg, sem þessir 10 einstaklingar verða að gera grein fyrir ef ómengaður hugur fylgir máli. Þess fyrir utan þá á alls ekki að selja ríkisborgararétt án kröfu um undanfara i búsetu og þátttöku í þjóðfélaginu, líkt og önnur lönd þ.m.t Kanada eru grjóthörð á.
Ég er fegin að heyra að innanríkisráðuneytið og ráðherra þess, svo og öll ríkisstjórnin er ekki ginkeypt fyrir þessari froðu.
Spurningar og svör um auðmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Svo lengi sem ég man, hafa kröfur um nýjar hugmyndir í fjáröflun verið háværar en jafnskjótt og nýrri og frjórri hugmynd er varpað fram, rísa upp háar mótmælaöldur, sem ná að því er virðist að kæfa alla nýsköpun í fjáröflum Ríkis og sveitarfélaga í fæðingu. Þessi mótmæli má jafnvel líkja við tepruskap eða tóma vitleysu, a.m.k. eftir á að hyggja.
Á ferðalagi mínu um Thailand á dögunum, vakti það óskipta athygli mína að heyra að aðeins 2 milljónir manna greiddu skatta, af 64 milljóna mannfjölda. Hvernig fjármagnar Ríkið þá verkefnin og hmhm herkostnaðinn við konungsríkið? spurði ég. Ríkið rekur lottó, og allir spila í lottói, það er svona partur af karmatrúnni að ríkidæmi og góðir hlutir gerist hjá góðu fólki . Skattsvik og spilling er sjálfsagður hluti af tilveru fólksins.
Þó ég sé sjálf haldin innbyggðu ofnæmi fyrir happdrætti og lottói, (leiddist að eyða vonarvinningum í huganum) þá er ég alls ekki á móti fyrirbærinu, enda upplifa margir spennu og stundargleði í kringum lottó og þeir fiska sem róa. Ég hef hins vegar stundum gaman að spila póker fyrir hundraðkalla, þó með því skilyrði að viðspilendur séu alvöru fólk, með bakgrunn, sögu og slatta af húmor.
Þess vegna skil ég ekki af hverju hugmynd um Ríkisrekið fjárhættuspil sé ekki komin á framkvæmdastig. Þannig gætu Ríki og/eða sveitarfélög slegið nokkrar flugur í einu höggi;
- Ólögleg starfsemi, upp á yfirborðið skattskyld með leyfisgjöldum og ágóðahlut
- Nýbreytni í skemmtanaiðnaði og veitingarekstri
- Styrkir ferðamannaiðnað
- Nýr skattstofn
- Atvinnuskapandi - margföldunaráhrif
- Auðgar mannflóruna
- Spilafíkn eiturlyfjafíkn og áfengisfíkn eru til staðar þrátt fyrir boð og bönn
Hægan, hægan
áður en ofsinn blindar sýn yfir þessum frökku skoðunum, ófyrirleitni og skorti á meðaumkun með þolendum spilafíknar, þá ......... spratt þessi pistill upp í hugann við að lesa grein í Vancouver Sun (sjá link) í morgun um áætlanir fylkisins að nýju Casinói í hjarta borgarinnar í endurbyggðri íþrótta/samkomu/hljómleikahöll (einskonar Hörpu) þar sem opnunar og lokaathöfn vetrarólympíuleikanna voru haldnar fyrir ári síðan, og ósjálfrátt bar ég þessar áætlanir saman við væntanlegan skrefatunnuskatt Jóns frænda.
Auðvitað eru til spilafíklar hér í þessari borg eins og annars staðar, en langsamlega langflestir know their limit and play within it. Auk þess rekur fylkið öflug varnarverkefni til aðstoðar spilafíklum. Stjórnvöld settust einfaldlega niður og horfuðst í augu við að án þátttöku í þessari grein færu (skatt)tekjur fljúgandi til annarra fylkja eða landa í gegnum netheima.
Það er gaman að geta þess að fylkislottóið BCLC notar íslenskan hugbúnað frá Betware.
Fjárhættuspil tengist oft undirheimastarfsemi, peningaþvætti og glæpastarfsemi.
Langflestum stjórnvöldum finnst eðlilegra að draga starfsemina upp á yfirborðið og berjast gegn glæpum þar, frekar en í dimmum undirheimum.
Punkturinn er þessi; það þarf meiri fjölbreytni í peningaöflun hjá Ríkinu, og hún þarf ekki alltaf að felast í grautfúlri skattheimtu sem gefur ekkert sýnilegt í aðra hönd, nema vonbrigði og vonsku eða niðurskurði á grundvallarréttindum framtíðar skattgreiðenda og íbúa þjóðfélagsins.
Fækka í yfirstjórn borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2011 | 03:39
Forgive me!
sagði Charles Ferguson í kvöld, þegar hann tók við Oscarnum fyrir fræðslumyndir (Documentary) INSIDE JOB,
"Afsakið mig, ég verð að byrja á þessu; næstum þremur árum eftir hræðilegt efnahagshrun af völdum fjárglæpamanna, situr enginn yfirstjórnandi í fangelsi. Það er slæmt."
Hér er teaserinn úr Inside Job, og að sjálfsögðu er Ísland í stóru hlutverki.
Í þessu kynningarmyndbandi nr. 3 kemur Frederic Mishkins við sögu, sá sem gaf út falskt heilbrigðisvottorð á íslenskt efnahagslíf greitt af Verslunarráði, eins og frægt varð.
http://www.economicdisasterarea.com/index.php/features/frederic-mishkins-role-in-icelands-collapse/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)