Færsluflokkur: Bloggar

Persónutöfrar!

Það er sama hvað Björn Bjarnason kverúlantar um meinta guðmæðrun forsætisráðherra yfir þessum "strák", sem mér sjálfri finnst fáranlega til fundið  þá verður ekki hjá því litið að Guðmundur Steingrímsson býr yfir einstökum persónutöfrum, sem gera hann politískt "sexý" (ef ég má sletta götustrákatali)

Hvers vegna;  jú vegna þess að hann talaði út frá hjartanu í Kastljósi.

Hann á ekki langt að sækja þá, enda var faðir hans feikilega vinsæll forsætisráðherra, aðallega vegna persónutöfra. 

Slíkt tal verður aldrei leikið, fótósjoppað eða æft;  það bara er.  

Óska Guðmundi Steingrímssyni góðs í leitinni að svipaðri tegund; og til hamingju með að létta þyngslin af formanni Framsóknarflokksins, sem getur nú siglt seglum þöndum til sinna feðra og fortíðar.


mbl.is Segir Jóhönnu vera guðmóður nýs flokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju þurfa góðir hlutir alltaf að gerast hægt?

Í þessum endurskoðunardrögum er m.a. lagt til grundvallar að framkvæma úrbætur sem FATF hafði lagt til eftir úttekt sína á þessum atriðum árið 2006.

Í ágúst og september 2009 skrifaði ég 5 kafla  "glósur" um peningaþvætti og í tilefni af þessum endurskoðuðu tilmælum sem nú birtast 5 árum eftir að íslenska kerfið var tekið út af FATF,  endurbirti ég 3ja kafla og skil hér eftir link í lokakaflann.

September 2009

Hvernig stóð Ísland sig í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka?

Frá og með gjaldeyrishöftum sem sett voru á s.l. haust, brustu allar forsendur fyrir alþjóðlegu peningaþvætti á Íslandi, hafi þær verið fyrir hendi.  Óheft gjaldeyrisviðskipti, er grunnforsenda fyrir stórþvotti "skítugra" peninga.  Hins vegar má leiða líkum að því að brotthvarf slíkrar þvottastarfssemi hafi hún verið í miklum mæli  í litlu hagkerfi, hafi ýkt þær alvarlegu afleiðingar sem hrun bankakerfisins hafði s.l. haust.  Um það verður fjallað í öðrum kafla.

Forvitnilegt er hins vegar að skoða aðgerðir og varnir sem voru viðhafðar gegn peningaþvætti í íslensku hagkerfi árin 2006-2008

Ísland er ásamt rúmlega 30 öðrum löndum meðlimur í samtökum FATF (Financial Action Task Force) sem vinna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

World Money Laundering

Í 10 daga í maí 2006, mætti matsnefnd til Íslands til að mæla hvernig fjármálastofnanir, íslensk stjórnvöld, lög og reglur  uppfylla tillögur og fyrirmæli sem samtökin setja meðlimum.

Nefndin skilaði  u.þ.b 170 bls. skýrsla  og auk þess er læsilegri  18 bls. úttekt úr skýrslunni sem einnig er að finna á heimasíðu samtakanna.

Skýrslan var rædd í október 2006 hjá samtökunum í Vancouver, og gaf Iðnaðar-og Viðskiptaráðuneytið út fréttatilkynningu þess efnis, þar sem þeir töldu að niðurstöður hefðu verið almennt jákvæðar en jafnframt hafi komið fram, eins og venja er, ábendingar um það sem talið var að  betur mætti fara í löggjöf og framkvæmd. 

Því var heitið að áfram yrði haldið að styrkja varnir Íslands og að ráðgjafanefndin sem vann að úttektinni með FATF myndi starfa áfram.

Þetta vakti óskipta athygli mína í þekkingarleit um peningaþvætti á Íslandi, og því fór ég í gegnum úttektina.

Eins og matsaðilum er tamt, gefa þeir "einkunn" við þeim matsatriðum sem framkvæmd eru.  Þessi einkunn skiptist í fullnægandi, að mestu fullnægjandi, ábótavant að hluta, ófullnægandi.  Auk þess má finna greinagóða úttekt á þeim atriðum sem matsnefndin taldi ábótavant og alvarlegt.

Ég snaraði þessu yfir á hefðbundið einkunnarkerfi, og útkoman á matinu var 6,7 eða C

Þessi úttekt var að vísu gerð fyrir gildistöku laga um peningaþvætti, sem vísað er í, í 2.kafla, svo ekki er alveg ljóst hvort nefndin tók tillit til nýju laganna að hluta eða öllu leyti í matinu.

Hér verða talin upp nokkur atriði sem matsnefndin taldi ófullnægjandi og í sumum tilfellum alvarleg:

Viðurlög við brotum um peningaþvætti sýnast vera mjög væg (sekt), einkum í samanburði við svipuð fjárhagsbrot (6 ár).  Dómkvödd viðurlög hafa einnig verið mjög væg, jafnvel í málum sem varða eiturlyfjabrask, þar sem hæstu viðurlög leyfa 12 ár.  Refsiábyrgð lögpersóna (fyrirtækja) þykir mjög þröng.  Viðurlög þykja þannig almennt ekki virka letjandi né áhrifarík í baráttu gegn peningaþvætti.

Tímabundin upptaka eigna   Ströng sönnunarbyrði af hálfu saksóknara hindrar árangursríka tímabundna upptöku eigna.  Skortur á gögnum til staðfestingar á ákvæðinu gefur matsmönnum ekki fullnægjandi sannfæringu fyrir því að þetta ákvæði virki.  Vísbendingar benda til að í öllu kerfinu, sé litið á upptöku eigna sem minniháttar forgangsmál.

Könnun á áreiðanleika viðskiptamanna    Það eru engar almennar kröfur um að kanna endanlegan eigenda "viðskiptavinarins".  Ekki eru gerðar kröfur til banka að ákvarða á skilmerkilegan hátt hvort viðskiptavinurinn er að vinna í umboði annars aðila.  Engar skýrar kröfur um nauðsyn þess að skilja eignarhald og stjórn lögaðila, né að staðfesta hvort manneskjan sem framkvæmir viðskipti hafi til þess lögmætt umboð.

Einstaklingar í áhættuhópi vegna stjórnmálatengsla.  Ísland féll á þessu atriði  þar sem engin slík tengsl eru könnuð.  Í lögunum sem tóku gildi í júní 2006, var gildistöku eins ákvæðis nr. 12 frestað til 1.janúar 2007, ákvæðinu um áhættuhóp vegna stjórnmálatengsla.  (hvers vegna þurfti að fresta þessu ákvæði?)

Viðskipti 3ja aðila  Bönkum er ekki gert að taka nauðsynleg skref til að sannreyna að 3ji aðili sé skráður og uppfylli skilyrði um áreiðanleika.

Óvenjulegar yfirfærslur    Lögin gera ekki skilmerkilegar kröfur um að kanna í þaula bakgrunn og ástæðu yfirfærslna, aðeins minnt á þetta í almennu orðalagi í skýringum.

Skráning grunsamlegra færslna  Skráningarskylda felur ekki í sér skráningu á viðskiptum innherja/markaðsmisnotkun, vopnabrask, þátttöku í skipulögðum glæpasamtökum, þar sem engir slíkir glæpir hafa verið tengdir við peningaþvætti á Íslandi.  (innskot í kafla 2 er fjallað um líklega fyrsta peningaþvættismál sem upp hefur komið á Íslandi um markaðsmisnotkun og innherjaviðskipti)  Nefndin hefur áhyggjur af þessu skráningakerfi í heild og að trygginga og verðbréfafyrirtæki skrá ekki grunsamlegar færslur, né þeir sem stunda gjaldeyrisviðskipti, enda sé ekkert eftirlit haft með því.  

Innra eftirliti  stórlega ábótavant.  Nýju lögin innihalda ekki skilgreindar reglur um innra eftirlit og hvað það þarf að innifela.  Þannig efast nefndin um framkvæmd og eftirlit laganna með áreiðanleika viðskiptamanna.

Ytra eftirlit  almennt ábótavant, vegna skorts á þekkingu og endurmenntun, skorts á mannafla, og fjármagni.  Þrátt fyrir að samþykktir og reglur séu til staðar, eru engin viðurlög gagnvart framkvæmdastjórum og þeim sem ábyrgð bera á framfylgd laganna.

Tölfræðileg gagnasöfnun  fékk falleinkunn í þessari úttekt, enda hefur skráning í samræmi við tillögur samtakanna ekki verið framkvæmd, eða hafist á þessum tíma (2006)

Þessi listi er miklu ítarlegri, og fátt kemur raunar á óvart, einkum er varðar ytra eftirlit, enda hefur Fjármálaeftirlitið þrástagast á þeirri ástæðu að mannekla og skortur á fjármagni hafi verið meginorsök fyrir  takmörkuðu eftirlit  með íslenskum fjármálamarkaði yfir höfuð, hvað þá fjarrænum glæpum eins og peningaþvætti 

Þetta var 2006, síðan liðu 2 ár þar til bankakerfi Íslands hrundi gjörsamlega sumum að óvörum.

Forvitnilegt væri að vita hvernig og hvort þessum ábótaatriðum frá 2006 hafi verið sinnt og unnið að úrbótum, á þeim tíma sem gjaldeyrisfærslur og peningamagn frá og til Íslands náði stjarnfræðilegu hámarki.

Ef ég væri Godfather, væri eitt af daglegum verkefnum að kanna hvaða lönd í heiminum hefðu heppilega veikan infrastrúktur til að berjast gegn þvotti á mínum skítugu peningum.  Fljótlega hefði ég  rekist á þessa skýrslu FATF og kallað saman skyndifund með mafíunni og sagt þeim að ég hefði fundið "gósen" þvottastöð norður í hafi.

Ef ég væri mafíósi og hugsaði svona, hvers vegna skyldu aðrir ekki hafa gert það.

.... og ef þeir hafa hugsað því myndu þeir ekki hafa framkvæmt það?

 

godfather

 

 

 

 


mbl.is Endurskoða tilmæli gegn peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Epli er ekki sama og Apple

.... gömul saga og ný,  eða voru ekki Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn einir  og óstuddir ríkari en Ísland allt sinnum tíu. Að ótöldu öllu fyrirtækjaspagettíinu sem vafðist í kringum.   Skulduðu þessi kolföllnu fyrirtæki ekki a.m.k.  tíu sinnum meira en allar tekjur Íslands til langs tíma?

Skuldirnar verða aldrei borgaðar, nananana bú bú, þið þarna vitlausu erlendu fjárfestar sem trúðuð trúðunum.   Það virðist jafnvel vera komin sterk "landhelgissamstaða" innan landhelgi að stimpla ykkur sem fávita, bjána og svindlara, að hafa þrýst þessu fé svona grimmt að gaurunum, að núna eru þeir orðnir "grey duglegu strákarnir, sem vildu svo vel".

Greyin halda enn fyrri styrk og eru nú að brýna sverð og skildi, til frekari afreka á sviði pappírs og sýndarviðskipta.

Annars átti þessi færsla að fjalla um Apple!

Er enn ósnortin af aðdáun yfir hverju nýju "gadget" sem inn á þetta heimili ratar og er merkt þessu  "one bite apple".

Í friði, frelsi og fögnuði

ipad.png

 


mbl.is Apple ríkara en Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbein sönnun fullnægjandi gagnvart "engum kórdrengjum"

Þessi kynslóð réttarkerfis á Íslandi mun að líkindum skilja eftir fullar skjalageymslur  af ókláruðum og "köldum" málum frá tímabilinu 1974 - 2008 og síðar jafnvel, vegna skorts á hugrekki við að horfast í augu við réttvísina.  

Á Íslandi erthumbnail_aspx.jpg eins og  réttvísin sé ekki blind eins og styttan fræga á að endurspegla, neibb það sést í gegnum klútinn sem setur  biskupa, kórdrengi og götustráka í mismunandi dilka.

Hér er úrdráttur úr greinargerð Eiríks Tómassonar um sönnunarbyrði og sönnunarmat, sem formaður Lögmannafélagsins vísar í og telur að engar nýjar upplýsingar geti breytt sönnunarmati dómara Hæstarréttar.

"[Með] því er vísað til þess hvaða styrkleika þau sönnunargögn, sem fram eru
komin og leiða líkur að sök ákærða, verði að hafa svo að sakfellt verði, að teknu tilliti
til þeirra sönnunargagna sem mæla gegn þeirri niðurstöðu. Samkvæmt 46. gr. opl.verða sönnunargögn málsins að horfa þannig við dómara að ekki verði vefengt meðskynsamlegum rökum að ákærði hafi framið þann verknað sem hann er sakaður um.

Þótt sönnunarmatið sé frjálst í þeim skilningi að
dómari sé ekki bundinn af neinum tilteknum sönnunargögnum eða sönnunaraðferðum eru honum engu að síður skorður settar. Þannig verður mat hans á sönnun að vera hlutlægt og jafnframt verður það að styðjast við málefnaleg rök. Sérstaklega verður
hann að forðast að láta persónulegar skoðanir sínar eða önnur ómálefnaleg sjónarmið
ráða niðurstöðu sinni."

Á mannamáli;

Sönnunarmat þarf að styðjast við málefnaleg rök, hlutlægni, og heilbrigða skynsemi.

Formaður lögmannafélagsins virðist eiga mjög fá skoðanasystkini um  réttlætingu á endurupptöku GogG málsins.

Þrátt fyrir það, mun tregðulögmál réttvísinnar koma í veg fyrir lágmarks sanngirni og því mun það líklega koma í hlut komandi forsætisráðherra árið 2035, sem stundar nám í leikskóla nú, að biðja afkomendur og aðstandendur sakborninga í GogG málinu afsökunnar, svona eins og Jóhanna gerði kinnroðalaust við "Breiðavíkuræskuna" vegna þess að ábyrgðin á verknaðinum var mátulega langt frá í tíma og rúmi.


mbl.is Ekkert nýtt sem kallar á endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei verður Já og Já verður Nei.

Þessa dagana fer fram að mörgu leyti mjög athyglisverð kosning í Bresku Kólumbíu. 

1. Atkvæðagreiðslan snýst um að samþykkja eða hafna sameinuðum "virðisaukaskatti", sem fráfarandi fylkisstjóri setti á og varð honum að falli.

2.  Atkvæðagreiðslan fer fram í póstkosningu

3. Þeir sem voru á móti sameiningu skattsins og voru í "nei" liðinu, þurfa nú að svara "já" vegna furðulegs orðalags á atkvæðaseðli.

Forsaga:p_mugshot-gordon-campbell.jpg

GST eða hinn eiginlegi virðisaukaskattur hér í Kanada er 5%, síðan er fylkistengdur söluskattur, PST lagður á vörur og þjónustu, með sérstökum undantekningum þó.  PST hér í BC var 7% en t.d. í olíufurstafylkinu Alberta er hann 0.  Þá var þessi skattur 8% í Ontario.  Þegar skatturinn var sameinaður voru flestar undantekningingar felldar niður, og sameinaður HST yrði 5+7= 12%.

Þessi skatta"hækkun" er talin helsta ástæða fyrir falli  fylkisstjórans Gordon Campbell, sem hafði þó sem fylkisstjóri, hrist af sér þá skömm að vera tekinn fullur undir stýri á Hawaii, og lögreglumynd af kappanum birst í öllum dagblöðum í upphafi árs 2003.  

Undanþága frá PST vegna vinnulaunahluta þjónustu skyldi felld niður, með þeim afleiðingum fyrir almenning að hárklipping, málning, húsbyggingar og fleira hækkaði í verði sem nam 7% á vinnuhlutann.  Á móti kemur að virðisaukaskattsskyldir aðilar mega nýta PST hlutann sem fullan innskatt, af vöru og þjónustu til eigin nota, sem skv. Gordon Campbell átti að skila sér í lægra vöruverði.

Þó að hagfræðileg rök séu fyrir því að vöruverð lækki í verði, þá er mikil tregða á því.  Ástæður eru margvíslegar, m.a. að  viðskiptalífið hefur þurft að gleypa aðrar hækkanir eitt og óstutt án þess að geta þrýst þeim að fullum þunga út í verðlagið. 

Þess í stað hefði fylkisstjórinn átt að lækka PST hlutann um 1-2% þannig að heildarskatturinn hefði orðið 10-11% og hann sæti trúlega enn við völd, og ég ekki að fjalla um þessa atkvæðagreiðslu.  Kosningabaráttan stjórnar snýst um að HST fái að halda sér en lofað er lækkun á skattinum niður í 10% fljótlega.  

 

Póstkosning

Almenningur knúði fram þessa (þjóðar)atkvæðagreiðslu og nú hafa atkvæðaseðlar verið sendir til kjósenda.

Í kosningaumslaginu eru 3 umslög  A-B-C og kjörseðill. Þegar búið er að krossa við Já eða Nei er kjörseðillinn settur í A umslag sem er merkt "Secrecy Envelope".  Það er síðan innsiglað og sett í annað umslag, með nafni og heimilisfangi kjósandans.  Kjósandi skal staðfesta með undirskrift og símanúmeri, en kjörstjórn áskilur sé rétt til að hringja og kanna hvort viðkomandi hafi kosið.  Loks er þetta umslag sett í frímerkt umslag merkt kjörstjórn.

Þessi aðferð svipar mjög til utankjörstaðaatkvæðagreiðslu, sem ég hef ítrekað tekið þátt í hér vestan hafs vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave og fleira á Íslandi.  

Áhugavert væri að kostnaðargreina þessa aðferð og bera saman við kostnað vegna hefðbundinna kosninga og velja það sem hagkvæmara er, þó svo að rafræn kosning sé á næsta leyti.

Orðalag kjörseðils - leiðandi spurning

Þeir sem voru á móti og sögðu NEI sín á milli um  sameiningu PST og GST, verða nú að vera á varðbergi, því á kjörseðlinum stendur í lauslegri þýðingu:

"Ertu fylgjandi því að hætta við HST og endurvekja PST?"  Já eða Nei

Þeir sem svara Já eru því á móti HST

Þetta orðalag hefur vakið furðu og rugling, og nokkrir fjölmiðlar hafa sýnt fram á að mjög margir misskilja þessa spurningu.

Væri sambærilegt ef atkvæðaseðillinn um aðild Íslands að ESB hljómaði svona:

      esb_nei_takk.jpg  Ertu fylgjandi því að fella ESB samninginn?  ja_esb.jpg

           Meira að segja lógóin myndu svínvirka áfram.LoL


"Kirkjan" vanbúin?

Á ögurstundum, þegar þjarmað er að fólki vegna stórkostlegs gáleysis, sinnuleysis, hroka og vanhæfni; er svarið stundum:  "ég meinti ekkert með þessu, ætlaði aldrei að valda neinum skaða"

Svona tala forhertir fjárglæframenn líka.

Dettur einhverjum í hug að æðsta markmið þessa "fína" fólks,  sé að valda sálarstríði, hugarangri og sorg óbreyttra borgara?

Nei, vökustaurinn snýst um að sjá fyrir afleiðingar kjarkleysis og aumingjaskapar í þessu tilfelli kirkjunnar manna. 

Það var ágætt hjá Baldri Kristjánssyni að axla ábyrgð án þess endilega að kenna "huglægri" kirkju um.   Hann vísaði í velþekktar skýringar um augljóst vanhæfi hans sjálfs vegna nálægðar við "sakborning" og lögfræðinga hans.     Hefði verið enn betra, að hann hefði séð þetta í þessu ljósi 1996.

Það var líka ágætt að hann féll ekki í "við borðuðum gull" eftirá skýringar, sem annar anti-bakkus prestur vísar í í DV, sem alveg nýr vinkill á útskýringu hrunsins og enginn hefur áður fjallað um!

Biskup Íslands, sem er ábyggilega vænsti maður, að undanskilinni aðkomu hans frá A-Ö í "biskupsmálinu" myndi trúlega öðlast fyrirgefningu út fyrir kirkjumúrana, ef hann axlaði ábyrgð og viki úr embætti.

Að tala um vanbúna kirkju er "leim", því "kirkjan" í þessu tilfelli var hann sjálfur m.a. og fyldarhlekkir sem reyndust þegar allt kom til alls "veikustu hlekkir" kirkjunnar.

Skoðaði Skálholtskirkju í dag og fann þetta skilti;

img_2693_1091154.jpgÞað er kalt á botninum; þá má alltaf læðast út og ylja upp.

 


mbl.is „Við vorum vanbúin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sirwife vika Ísland

Alveg síðan hrunið varð, hef ég verið sannfærð um að þeir sem misstu (sjálfs)virðingu fyrir mannorðinu sínu, myndu að minnsta kosti "harma"  tímabundið hömluleysi í "ég á´etta ég má ´etta, ég á ´etta skilið, stöngin inn, keep it simple stupid" þjóðfélagi sem þreifst undir (ó)styrkri stjórn gauranna, sem héldu að þeir hefðu fundið upp óendanlega norð-austurlægt efnahagskerfi, sem myndi aldrei fara suður.

Hugsa; eftir á að hyggja, að eina sem hefur stigið í verðgildi síðan þá er mannorðið.

Mér dettur ekki í hug að væna þessa "gaura" um að vera "simple or stupid", eða hver hefur ekki horft á "Survivor" og uppgötvað að sá sem lítur á leikinn sem leik og svíkur og prettir aðra spilara, sem í "heimsku" sinni treystu viðkomandi, vinnur milljón dollara í lokin!

Þannig var þetta klikkaða bankaæxli fóðrað; sem einhvers konar "NoSir YesSir game" og þessi leikur er enn í fullum gangi.  

Ég hef eiginlega ekkert þanþol gagnvart fjársvikum hverskonar og á því frekar erfitt með að flokka þau í  vvv flokkinn  (vond, verri, verst)

Einhvern tíma var í gangi pæling hvort hægt væri að framkalla jarðskjálfta, ef allir jarðarbúar myndu hoppa á sömu sekúndu.  Jörðin er bara massívari en svo að það sé einhver hætta á að við  getum framkallað slíkt. 

Hins vegar á hugsunin " hvað myndi gerast, ef allir gerðu eins og ég" (Immanuael Kant) ekki bara rétt á sér, heldur hefur hún  fært sönnur á að ef nógu margir inní ákveðnum massa gera eins, verða afleiðingar annað hvort góðar eða slæmar, ekki bara fyrir þá sem gerðu,  heldur miklu fleiri, sem voru að pæla í allt öðru. 

Rosa-uppgangur íslensks efnahagslífs sem endaði í Rosa-hruni er óprýðileg dæmisaga inn í framtíðina þegar óháðar kynslóðir ná að flétta rökum og staðreyndum saman í rétta mynd.

Á meðan verða "survivors Iceland" að þreyja þorran, lesa Rosa-bækur og Rosa-skýrslur um ömurlega viðskiptahætti, mistök í starfi, og stórkostleg gáleysi og núna nýlega eru farnar að berast Rosa-útskýringar og afsakanir vegna dómsmála sem hafa fallið eða eru í ferli;

"Ekki mér að kenna, allt endurskoðendanum að kenna"  dæmist "the most pathetic statement of the week" sir! eftir Rosa baráttu við  "knúsa ekki svona konur no sir!" statementið.

BB biður Rosa-Baug "innilegrar afsökunar" (sic) á mistökum  um rangfærslur í bók, kannski til að koma í veg fyrir málssókn þrátt fyrir að þessi "fluga" úr kassa Sjallana hafi reynst fyrrum félögum dýrkeypt í málarekstri út fyrir landsteina meira að segja.  

Tel  reyndar sterkar líkur á  að þessi tiltekna "Baugsfluga" sem fangaði hug, þor  og allan fókus margra háttsettra manna í áraraðir, hafi kolruglað jafnvæginu í þjóðfélaginu  og skapað öfug áhrif, sem veiðimenn sáu ekki og sjá ekki enn fyrir.    Þessi fluga var nefninlega bara hönnuð fyrir einn lax, hinir laxarnir fengu að taka heljarstökk yfir höf og álfur áður en veiðidegi lauk.

 

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla; 

Nálægðin gerir fjöllin fögur og mennina litla!

 

 

 snv83571.jpg


SÁáskorun

Kannski verður hinn nýskipaði stjórnarformaður SÁÁ, kveikja að "áskorunarpistlum", þessi er númer tvö í röðinni.

Held að þetta hafist nú ekki með tómum töffaraskap, kæri formaður.  Pistillinn ruggaði bátnum en skvetturnar urðu að háum öldum.    " Fræðingar eru fífl" umræðan virkar ekkert voðalega vel í vísindum. 

Skora á þig að tækla þetta mál, án þess að blanda geimverum í umræðuna.  

Geðlæknirinn, sem verið hefur í fréttum þarf að fá svigrúm til að útskýra sína hlið.  Nú er hann hrokkinn í sama ruglgírinn og GSE, og  telur það fyrir neðan sína virðingu (sic) að lesa pistil eftir stjórnarformann SÁÁ.

Gott og vel, ef þið haldið að þið tæklið dópvanda á Íslandi svona,  þá er okkur kannski ekki viðbjargandi hvort sem er!  Gersamlega týpískt að setja hausinn niður og hornin út og "keyra" einbíla á tveimur dekkjum á eitt meint naut! 

Þessi aðferð kann að vera nauðsynleg síðar, þegar nýi formaðurinn hefur flutt inn og tekið smá kynningarkúrs á fleiri hliðum mála, rabbað við Þórarinn og svona  og sýnt er og sannað að fyrirstaða í nafni "vísinda" þarf að brjóta með óhefðbundnum hætti.

Plís, bara ekki klúðra þessu tækifæri og þessum meðbyr!


mbl.is Rökin minna á sannanir fyrir geimverum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjá hversu illan enda, ódyggð og svikin fá!

Óseðjandi verslunarhungur kallaði meistari Þórbergur það þegar þau hjónin brugðu sér í skemmtisiglingu með  rússnesku skipi Baltika og rúmlega 400 Íslendingum fyrir tæpum 45 árum síðan.

Frásagnir af þessari "svallför" eru óborganlegar, en jafnframt mikilvæg söguheimild, sem staðfestir grun margra að ekki hafi kaupgleði og skemmtanaofsi hafist beinlínis upp úr aldamótunum 2000.

Þórbergur skýrir frá því að verslunarhungur Íslendinganna hafi verið óseðjandi, svo að það hafi helst líkst móðuharðindahungrinu í gamla daga.  Meðal annars hafi verið rifinn út í Egyptalandi mikill fjöldi af loðnum úlföldum eða eftirlíkingum af úlföldum, sem skipstjórinn hafi mælst til að geymdur yrði á einum stað upp á hádekki vegna óþrifnaðar, sem kynni af þessu að stafa.  Síðan hafi komið boð frá Íslandi, að öllu þessu skyldi hent fyrir borð og útförin hafi farið fram að viðstöddum mörgum vonsviknum Íslendingum.  "Athöfnin tók nokkurn tíma" segir Þórbergur. 

"Ég vildi láta syngja sálm: Sjá hversu illan enda, ódyggð og svikin fá!  ... en lagði samt ekkert kapp á það"

Um siðgæðið að öðru leyti um borð í Baltika segir Þórbergur:  "  Barinn var oftast nær fullur af fólki, því eitthvað varð það að gera sér til afþreyingar.  Ég fór stundum á barinn eins og aðrir.  Ég fann nokkra daga samtals svolítið á mér.  Og á yndislegasta degi reisunnar var ég fullur í tíu mínútur.  Tilburðir í ástarlífi voru þarna dálitlir, en fæstir náðu endanlegu takmarki, því afkimar voru þarna fáir og ótryggir.  Það hafa þá helst verið björgunarbátarnir uppi á háþilförunum"

Þessa frásögn og fleiri má finna inn á Tímarit.is og Öldinni okkar 1966.

Nú verða kvikmyndagerðamenn að hafa hraðann á og þrykkja upp handriti af einhverju sem líklega gæti orðið geggjuð gamanmynd,  á meðan fólkið í myndinni má ennþá "reykja" og "svalla" fyrir opnum tjöldum.

20 árum síðar var svallskipið næturstaður Gorbachevs á leiðtogafundi í Reykjavík.


mbl.is Skuldum 14.272 milljarða í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun!

Skora hér með á Gunnar Smára Egilsson, að láta það verða sitt fyrsta verk að kalla saman fund með persónuvernd, tölvufræðingum og öðru góðu fólki, með það að markmiði að loka fyrir hraðskrift á læknadópi sem gengur kaupum og sölum á götunni, drepur börnin okkar og skapar óbærilega sorg og hörmung á heimilum landsmanna.

Það er hægt að fullnægja kröfum um persónuvernd með dulkóðun ef vilji er fyrir hendi.

Auk þess er um stórfellt efnahagsbrot að ræða, sem grefur undan "heilbrigðu" heilbrigðiskerfi.

Aðgerðir landlæknis s.l. 40 ár eru fullreyndar og ónothæfar.  Embættið er fallið á prófinu og það er áhyggjuefni!

Það kann að skapast nýr jarðvegur til sóknar að nýkjörinn formaður SÁÁ er ekki læknir, með fullri virðingu fyrir fráfarandi formanni, sem hefur unnið kraftaverk á ákveðnum hópi.

 

 


mbl.is Gunnar Smári kosinn formaður SÁÁ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband