Færsluflokkur: Bloggar
25.2.2011 | 18:25
Efnahagsbrot í heilbrigðis og sjúkratryggingakerfi!
Margir telja að ein svívirðilegustu efnahagsbrotin felist í brotum gegn sjúkum, þjáðum og þeim sem minna mega sín. Þó réttlæting slíkra brota hjá brotamönnum, undanskilji kannski nokkur tengsl við sjúka og þjáða, en beini frekar réttlætingu sinni að "ríkinu" líkt og skattsvikarar gera gjarnan, þá eru þessi brot býsna kræf og ófyrirleitin, hvernig sem á það er litið.
Síðan í Maí 2009 hafa efnahagsbrot í heilsukerfi BNA verið á dagskrá. Þá voru stofnaðar árásasveitir gegn þessum brotum með sameiginlegri aðkomu Heilbrigðis- og Dómsmálaráðuneytis BNA.
Lagarammi
Það eru einkum 5 lög í BNA sem fjalla sérstaklega um þessa tegund af efnahagsbrotum;
Lög gegn fölskum kröfum (False Claim Act), sem fjalla um ólögmæti þess að senda kröfu til sjúkratrygginga, sem kröfuhafi veit eða má vita að sé fölsk eða sviksamleg. Brot við þessum lögum varða háum sektum og jafnvel fangelsi en mikilvægasta refsingin er útskúfun viðkomandi brotaþega út úr heilsukerfinu.
Lög gegn mútum og bakgreiðslum ( Anti-Kickback Statue), þrátt fyrir að það tíðkist og sé ásættanlegt í sumum atvinnugreinum að verðlauna þá sem mæla með viðskiptum við ákveðna aðila eða fyrirtæki, þá er slíkt skilgreint sem glæpur í heilbrigðiskerfi BNA. Brot við þessum lögum varða háum sektum, fangelsi og útskúfun.
Lög um nápot heilbrigðisstarfsmanna ( Physician Self-Referral Law/Stark Law) banna heilbrigðisstarfsmönnum að vísa sjúklingum í þjónustu, vörur eða heilsugæslustöð, sem þeir sjálfir eða náin fjölskyldumeðlimur á fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Þannig má læknir ekki vísa sjúklingi í hjólastólaverslun sem konan hans rekur. Brot við þessum lögum varða sektum og útskúfun.
Lög um útskúfun (Exclusion Statute) Sú lagaskylda hvílir á yfirvöldum að útskúfa alla sem gerst hafa sekir um glæpi gagnvart heilbrigðiskerfinu, frá þátttöku í heilbrigðistryggingakerfinu. Þannig getur útskúfað heilbrigðisstarfsfólk ekki sent reikninga til sjúkratrygginga vegna sjúklinga sem þeir hafa stundað,né stofnun eða læknastofa sem þeir starfa á.
Loks geta yfirvöld sótt skaðabætur og sektir fyrir margs konar efnahagsbroti í gegnum einkamálalöggjöf (Civil Monetary Penalites Law) þar sem sektir fyrir hvert brot geta verið frá $ 10.000 - $50.000
Dæmi um tegundir efnahagsbrota í heilbrigðiskerfi
· Rukkun fyrir þjónustu sem aldrei var veitt / eða þjónustan ranglega kóðuð. (upcoding)
· Rukkun fyrir þjónustu sem var ónauðsynleg, framkvæmd af fólki án réttinda eða þjónustan var svo léleg að hún var einskis virði
· Seljandi hjálpartækja rukkar fyrir tæki sem aldrei var afhent
· Einhver notar sjúkratryggingu annars aðila til að njóta þjónustu, lyfja eða tækja
· Rukkað fyrir hjálpartæki sem hefur verið skilað
· Bakgreiðslur og gjafir frá lyfjafyrirtækjum eða tækjaframleiðendum gegn því að vísað sé til viðkomandi.
· Frí lyfjasýnishorn seld
· Fjárhagslegir hagsmunir heilbrigðisstarfsmann ráða tilvísun, úrræði eða þjónustu.
Heilbrigðisstarfsmönnum er ráðlagt að fara í gegnum dagblaðaprófið þegar þeir eru að vega og meta hagsmunaárekstra eða hvort aðgerðir þeirra gætu hugsanlega varðað við lög. Þetta próf snýst um hvort viðkomandi vilji að atburður eða aðgerð birtist á forsíðu blaðanna.
300 manna efnahagsbrota árásasveit ræðst til atlögu:
Árásasveitin réðst til atlögu þann 17. Febrúar s.l. með ákærum gegn 111 heilbrigðisstarfsmenn víðsvegar um Bandaríkin vegna útgáfu falskra reikninga að fjárhæð sem nemur meira en $ 225 milljónir
Í Miami voru 32 ákærðir, þ.m.t. 2 læknar, 8 hjúkrunafræðingar fyrir þátttöku í efnahagsbrotum að fjárhæð $ 55 milljónir í falskri reikningagerð fyrir heimahjúkrun, hjálpartæki og lyf
Í Detroit voru 21 ákærðir, þ.m.t. 3 læknar, 3 sjúkraþjálfarar fyrir efnahagsbrot að fjárhæð $23 milljónir í fölskum heilsugæslureikningum, óframkvæmdar rannsóknir og sjúkraþjálfun sem aldrei var framkvæmd.
Í Brooklyn New York voru 10 einstaklingar ákærðir, þ.m.t. 3 læknar og 1 sjúkraþjálfari fyrir svik að fjárhæð $ 90 milljónir í fölskum reikningum fyrir sjúkraþjálfun og taugarannsóknir.
Í Tampa voru 10 ákærðir fyrir þátttöku í svikum að fjárhæð $ 5 milljónir í tengslum við falska reikninga í sjúkraþjálfun , hjálpartækja og lyfja
S.l. 4 ár hafa aðgerðir gegn efnahagsbrotum í heilbrigðiskerfi BNA saksótt 990 einstaklinga fyrir brot að fjárhæð $ 2.3 milljarða
Sjúklegar fjárhæðir
Eins og ávallt þegar kemur að því að meta hugsanlega fjárhæð tiltekinna efnahagsbrota ríkir mikil óvissa í áætlun. Þó er líklegra að áætlanir séu ávallt í varfærnara lagi, raunveruleikinn sé alltaf skuggalegri en talið var. Af 528 milljarða dollara útgjöldum til heilbrigðismála telja yfirvöld að 48 milljarðar séu svik, eða gróflega 9% sóun. Ef útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi eru 100 milljarðar, þá gætu áætluð svik numið 9 milljörðum króna, eða treystir einhver sér til að segja að svona efnahagsbrot fyrirfinnast ekki á Íslandi?
Vilja sameina efnahagsbrotadeild og sérstakan saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.2.2011 | 15:28
Fyrirsjáanlegt, þrátt fyrir mikla lögfimi.
Framsal Assange frá Bretlandi til Svíþjóðar byggir á framsalslögum í flokki 1 milli Evrópuríkja. Ekki er hægt að bera fyrir sig harðræði né dauðarefsingu, þar sem öll lönd innan Evrópu lúta sömu/svipuðum lögum um réttindi sakborninga.
Lögfræðingur Assange hefur á hinn bóginn farið út í mikla lögfimi til að koma í veg fyrir að skjólstæðingur sinn verði sendur til Svíþjóðar, til að svara þessum (óskiljanlegu) ásökunum tveggja kvenna.
Hann bendir á að þetta sjónarspil sé í raun runnið undan rifjum forsætisráðherra Svíþjóðar Fredrik Reinfeldt í samráði við vin sinn og starfsfélaga Karl Rove. Sá síðarnefndi var háttsettur í starfsliði George Bush og er reglulegur yfirlýsingaglaður gestur í Fox News. Hann hefur og áður verið sakaður um sviðsettar ákærur gagnvart óþægilegum fylkisstjóra, en Karl flýði land, til Svíþjóðar til að þurfa ekki að svara fyrir þær.
Bæði sá sænski og Karl Rove hafa fullgildar ástæður fyrir að vilja finna Assange í fjöru; WikiLeaks gögn hafa gert lítið úr forsætisráðherra Svíþjóðar, og Rove berst fyrir orðspori sínu og gjörðum innan Bush stjórnarinnar, en leki WikiLeaks hefur einkum beinst að stjórnartíð hans.
Bandarísk stjórnvöld vinna að því öllum ráðum að finna lög sem hægt er að ákæra Assange fyrir. Rætt hefur verið um "Espionage lögin" um þjóðaröryggi, en vandinn er að þau lög eru ekki talin upp í framsalssamningi milli Svíþjóðar og US.
Samsæriskenning lögfræðingsins gengur út á að það sé verið að vinna tíma með því að negla Assange í réttarhöldum í Svíþjóð, þar til bandarískir lögfræðingar eru tilbúnir með skotheldar ákærur, sem framsalssamningur hleypir í gegn.
Þá er sænski saksóknarinn Marianne Ny álitin feminískur karlahatari af verstu sort!
Eftir að hafa lesið lýsingu (sjá hlekk) á þeirri atburðarrás sem lögð er til grundvallar við þetta framsal, er varla annað hægt en að leiða hugann að samsæriskenningum.
Í raun, er lítill munur á framsalslögum frá Bretlandi til US eða Svíþjóð. Þess vegna virkar sú vörn Assange lítt, að hann muni frekar verða framseldur frá Svíþjóð en Bretlandi. Bandaríkin eru ekki tilbúin með ákæru, annars hefðu þeir löngu krafist framsals.
Fjölmiðlar heimsins munu varpa kösturum sínum á þetta mál alla leið. Þess vegna væri best fyrir Assange að hefja vörn í meintu "nauðgunar" máli eða fá því vísað frá.
Leyfilegt að framselja Assange | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.1.2011 | 06:56
Erum við Búddistar inn við beinið?
Neita því alls ekki að hafa stundum velt þvi fyrir mér, hvort ég aðhyllist sömu sýn á lífið og tilveruna og þeir sem kallast "Búddistar".
Innst inni viðurkenni ég að ég trúi á "karma"; illur fengur, illa forgengur og allt það, með öðrum orðum ég trúi því að þeir sem eru góðir, sanngjarnir og heiðarlegir muni njóta þess síðar meir. Á hinn bóginn erum við skilin að skiptum; ég og Búddistar þegar kemur að útskýringum á því að þeir "ríku" eigi það skilið, því þeir séu að njóta góðs af fyrri góðverkum. Dæmi s.l. ára eru einfaldlega ekki nógu sannfærandi.
Reiði er heldur ekki Búddaleg, sem er líkleg skýring á því að blóðugar óeirðir eru ekki daglegt brauð í löndum eins og Thailandi, þar sem ég er stödd nú, þar sem misskipting og fátækt er uggvænleg.
Mér er sagt að lögreglan hér sé 100% spillt, hafir þú einhvern tíma þekkt "góða" löggu, þá er hún örugglega dáin. Af sextiuogfjórum milljónum íbúa, greiða aðeins 2 milljónir skatta. Spillingin nær uppúrogniðrúr, því fólkið trúir því að betra sé að skilja eftir pening hjá Búddalíkneski heldur en að greiða skatta til samfélagsins. Ríkið leysir hins vegar úr lélegri skattheimtu, með því að reka lottó, þaðan koma helstu tekjurnar.
Sami aðili sagði mér líka að ef ekki væri fyrir Búddatrú, þá myndi ríkja borgarastyrjöld í landinu.
Þessi uppákoma um stjórnlagaþing, minnir óþyrmilega á "Florida-klúðrið" sem endaði fyrir hæstarétti Bandaríkjana með tilvísun í stjórnarskrá. Al Gore, steig á stokk og sýndi mikinn drengsskap, þegar hann bjargaði þjóðinni frá ævarandi niðurlægingu, játaði sig sigraðan og lofaði engin eftirmæli. Nú snýst málið ekki um götunarspjöld og pappírsfliba, heldur pappaskilrúm!!!
Mætti ímynda sér að þeir sem dansa nú trylltan sigurdans, eins og eyrnastórir hobbitar, vegna þess að þeim tókst að ógilda stjórnlagaþing á lagatæknilegum hlutum, héldu að Íslendingar væru Búddhistar inn við beinið og létu þetta yfir sig ganga með stóískri ró og hlýlegu brosi.
Það þarf engin lagatæknileg klókindi til að álykta að það er óðs manns æði að leika sér með eldspýtur í dínamítgeymslu.
Dagurinn í dag er svona dagur þegar mann langar til að segja sig úr stjórnmálasambandi við Ísland og kalla sendiherrann heim.
Svo les ég í fréttum að púðurtunnan í Bangkok er farin að hitna, gulu skyrturnar gegn hinum rauðu.
Niðurstaðan vel rökstudd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
5.1.2011 | 23:49
Hægvirkt skattaeftirlit og oggulítil fjársvikasaga
Það er alveg ár og öld, síðan sjálfur Jón Ásgeir lýsti því sjálfur að rekstrarkostnaður FL Group árið 2007 hefði verið glórulaus. Tilefnið var að hann hafði eftir legu undir feldi tekið þá hraustlegu ákvörðun að bjarga FL Group, og leggja til mikla fjármuni (sic).
Ef grunur um alvarlegt skattalagabrot reynist á rökum reistur, getur skatturinn ekki vænst neinna endurheimta, jú sjáðu til FL varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum. Skattalagabrot varða einnig við fangelsi og einhvern veginn finnst mér að þetta mál sé nokkuð seint á ferðinni inn í efnahagsbrotadeildina.
Hér er oggulítil fjársvikasaga um WorldCom og Arthur Andersen endurskoðendafyrirtækið þeirra.
Það var innri endurskoðandi WorldCom Cynthia Cooper, sem uppgötvaði stærsta bókhaldssvindl í sögu Bandaríkjanna í upphafi aldar. Uppgötvunin fólst í að $3.8 milljarða dollara (endanleg fjárhæð $11 milljarðar)línukostnaður hafði verið ranglega eignfærður í reikninga World Com til þess eins að fegra rekstrarniðurstöðu og viðhalda háu hlutabréfaverði.
Með því að eignfæra rekstrarkostnaðinn og afskrifa hann svo á nokkrum árum, er kostnaðinum líka haldið fyrir utan hina margumtöluðu EBITDA, sem íslenskir fjármálamenn bulluðu um í góðærinu. (tvöföld snilld)
Fjörutiu manns að minnsta kosti vissu um svikin, en voru of skelfd til að segja frá. Fjármálastjórinn (CFO) Scott Sullivan mútaði a.m.k. 7 manns með $10.000 tékkum.
Starfsmenn breyttu lykilskjölum og neituðu Arthur Andersen endurskoðendafyrirtækinu aðgangi að gagnagrunni þar sem viðkvæmustu upplýsingarnar voru geymdar, og engin kvörtun barst frá Arthur Andersen, sem kaus að loka augum og sjá ekkert rangt. (Don´t ask don´t tell syndrómið)
Yfirmaður bókhaldsins Buddy Gates var staðinn að því að snupra starfsmann sem kvartaði yfir stóru misræmi í bókhaldi; "Ef þú sýnir helv..... endurskoðendunum þessar tölur, hendi ég þér út um gluggann".
Cynthia Cooper var kjörinn ein af þremur mönnum ársins 2002 hjá Time Magazine.
Sagan er til að leggja áherslu á mikilvægi innri endurskoðenda, sem eru oftast í betri aðstöðu til að uppgötva fjársvik innan veggja fyrirtækja fremur en ytri endurskoðendur. Þeir lúta beint undir stjórn fyrirtækja, og þurfa því ekki að svara ábyrgð til fjármálastjóra eða framkvæmdastjóra.
Vandinn er bara sá, að í stærstu fjársvikamálunum er stjórnin gegnsýrð sjálf af spillingu, og þá þarf að reiða sig á skilvirkt skattaeftirlit og fjármálaeftirlit.
FL til efnahagsbrotadeildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.1.2011 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.1.2011 | 19:54
Markaðsmisnotkun og Innherjasvik / Biðin langa
Markaðsmisnotkun: Markaðsmisnotkun er óheimil. Með markaðsmisnotkun er átt við að:
- eiga viðskipti eða gera tilboð sem:
- gefa eða eru líkleg til að gefa framboð, eftirspurn eða verð fjármálagerninga ranglega eða misvísandi til kynna, eða
- tryggja óeðlilegt verð eða búa til verð á einum eða fleirum fjármálagerningum, nema aðilinn sem átti viðskiptin eða gaf fyrirmæli um þau geti sýnt fram á að ástæður að baki þeim
- eiga viðskipti eða gera tilboð sem byggð eru á tilbúningi eða þar sem notuð eru einhver form blekkingar eða sýndarmennsku,
- dreifa upplýsingum, fréttum eða orðrómi sem gefa eða eru líkleg til að gefa rangar eða misvísandi upplýsingar eða vísbendingar um fjármálagerninga, enda hafi sá sem dreifði upplýsingunum vitað eða mátt vita að upplýsingarnar voru rangar eða misvísandi. Þegar fjölmiðlamenn miðla slíkum upplýsingum í krafti starfs síns ber að meta upplýsingamiðlunina með hliðsjón af reglum um starfsgrein þeirra, svo fremi þessir aðilar hljóti hvorki ávinning né hagnist af miðlun viðkomandi upplýsinga með beinum eða óbeinum hætti.
- afla eða ráðstafa fjármálagerningum með beinum eða óbeinum hætti, fyrir eigin reikning eða annarra, búi hann yfir innherjaupplýsingum,
- láta þriðja aðila innherjaupplýsingar í té, nema það sé gert í eðlilegu sambandi við starf, stöðu eða skyldur þess sem upplýsingarnar veitir,
- ráðleggja þriðja aðila á grundvelli innherjaupplýsinga að afla fjármálagerninga eða ráðstafa þeim eða hvetja að öðru leyti til viðskipta með fjármálagerningana.
Eftir hverju er verið að bíða?
450 milljarða lán á síðasta fundinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.12.2010 | 06:58
Glæturnar Sjö frá WikiLeaks
WikiLeak sagan; þrýstir á nýsköpun í viðskiptum.
Umræðan um WikiLeaks hefur að mestu snúist um á hvaða lagalega og siðferðislega planka þeir standa.
Ef aðeins væri hægt að stíga nokkur skref afturábak, íhuga og án þess að dæma fyrirfram, má sjá mörg hrífandi dæmi um hvernig nýi fjölmiðillinn virkar fram og aftur, auk nokkurra frábærra kennslustunda í viðskiptum. Það er jafnvel hægt að líta á þetta sem sögustund í varfærni.
Eftirfarandi eru sjö atriði sem WikiLeaks hefur kennt okkur;
1. 1. Gegnsæi fyrst og fremst.
Ef lykilstaða þín er; að fela upplýsingar og byggja leyndarhjúp, mun þessi nýji tími orsaka margar svefnlausar nætur. WikiLeaks sýnir fram á að stjórnun fyrirtækja mun farnast betur með gegnsæi. Leynd sé aðeins hjúpuð í ítrustu stjórnunarneyð og þar sem aðeins á við ( Coca cola uppskriftina sem dæmi.)
Stjórnun undir leyndarhjúpi á enga lífsvon í nýum gegnsæjum heimi. Net og sítenging fólks við upplýsingar hvaðænava að, er orðið nýtt menningarlegt norm, svo að hvers konar aðgerðir af hálfu ríkisstjórna eða fyrirtækja, sem skortir gegnsæi munu vera hjúpaðar eyðileggjandi neikvæðni.
2. 2. Þú ert fjölmiðill.
Hver einast einstaklingur getur útvarpað hugsunum sínum í formi texta, mynda, hljóð eða myndflutnings, ókeypis um alla heimsbyggðina. Þetta þýðir ekki endilega að allir eru útvörp, það þýðir einfaldlega að allir eru eða geta orðið fjölmiðill. WikiLeaks er fjölmiðill eins og Mathew Ingram benti á í Gigaom Blog. Ef við sannmælumst um þessa skilgreiningu, að einhverju leiti, þá er frelsi fjölmiðla (einstaklinga) varin í fyrsta kafla stjórnarskráa flestra vestrænna ríkja.
3. 3. Útgáfa hefur breyst.
Þessi liður tengist öðrum lið. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, er WikiLeaks bæði útgefandi innihalds og einnig fjölmiðill. Þetta þýðir að samfélagið þarf að endurmeta skilgreiningu á útgáfu.
4. 4. Upplýsingar á hraðbyri löglegar eður ei. Við höfum hliðrað til rauntíma upplýsinga. Við lesum ekki um flugslys á CNN, við fréttum af því af á Facebook og Tvitter því að við lesum, sjáum myndir og myndbönd og upplýsingar frá þeim sem komust af í flugslysinu og eru með rauntíma útsendingar af eigin björgun. Upplýsingarnar koma ekki hraðar, þær koma um leið og þær gerast.
5. 5. Afnám miðstýringar er raunveruleg WikiLeaks hefur dreift miklu magni af upplýsingum til stórra fjölmiðla, sem hafa matreitt upplýsingarnar á skiljanlegan og skýran hátt til fólksins. Þessi aðferð og stjórnun WikiLeaks bendir til nýrra tíma. Nýju fyrirtækin geta verið (og eru) án allrar miðstýringar, rekin á nokkrum fartölvum og hátæknisímum. Þau eru raunverulegur keppinautur. Höfuðstöðvar þessara fyrirtækja gætu verið uppáhaldskaffihúsið þess vegna.
6. 6. Trúverðugleiki að baki nikksins verður líklega nýjasta trendið sem við munum sjá. Hvort mun vekja meiri trúverðugleika, bókmenntafræðingar undir fullu nafni eða nafnlaus sem bókmenntagagnrýnir að leggja mat á bókaútgáfuna fyrir þessi jól. Hvað vitum við raunverulega um Julian Assange? Munu þessar ásakanir um kynferðisbrot skerða trúverðugleika gagnanna sem WikiLeaks er að gefa út? Á meðan almennir fjölmiðlar opna sig og leyfa einstaklingum að tjá sig frjálslega um hvaðeina, mun útgáfa undir nafnleysi lifa áfram og trúverðugleikinn mun verða jafnvel meiri en þeirra sem koma undir fullu nafni .
7.-- 7. Við erum ekki tilbúin.
Sjokkið við WikiLeaks er hvernig allir þeir (sem skilja ekki hvernig Internetið virkar) bregðast við. Þeir eru ekki vanir svona skipulagningu, framsetningu né viðbrögðum við hvorutveggja. Þetta virkar fáránlega og þess vegna er þetta bæði ógnandi og einkennilegt. Þessi viðbrögð endurspegla í raun að við séum ekki tilbúin þeim miklu breytingum sem eru að gerast.
Að öllu framansögðu, verðum við ekki að líta á WikiLeak söguna sem gríðarlegt tækifæri fyrir fyrirtæki til að hlusta, skilja,vaxa og meðtaka? Þetta eru allt sterk skilaboð um framtíðarleitni sem við munum sjá í viðskiptum og stjórnsýslu.
Höfundur: Mitch Joel President of Twist Image og höfundur bókarinnar Six Pixel of Separation.
Grein birtist í Vancouver Sun 24.desember 2010.
Þýtt og frjálslega staðfært.
Bloggar | Breytt 29.12.2016 kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2010 | 17:19
Refsiábyrgð - Skaðabótaábyrgð
Hér má finna fyrirlestur á glærum um Ábyrgð endurskoðenda sem fluttur var á Skattadegi FLE (félags löggiltra endurskoðenda) í janúar árið 2007 af Garðari G Gíslasyni hdl.
Sérstök athygli vakin á eftirfarandi um Refsiábyrgð
- Refsiábyrgðin tekur hvort tveggja til athafa og athafnaleysis, þ.e. hvort sem eitthvað er gert sem ekki átti að gera eða eitthvað er látið ógert sem átti að gera.
- Ekki stoðar almennt að bera fyrir sig vanþekkingu um refsiákvæði. Gera má þá kröfu að endurskoðandi þekki til þeirra reglna sem gilda á réttarsviðinu.
- Ekki stoðar að bera því við að viðkomandi endurskoðandi hafi annan skilning á merkingu eða umfangi refsiákvæðis.
- Ekki stoðar fyrir endurskoðanda að bera því við að hann hafi einungis verið að framkvæma vilja viðskiptamanns.
Skaðabótaábyrgð endurskoðenda er sérfræðiábyrgð
Almenn skilyrði skaðabótaábyrgðar
Sök
Ásetningur(tjóni valdið viljandi eða tjónvaldi má vera ljóst, að tjón sé óhjákvæmileg afleiðing af hegðun hans, eða yfirgnæfandi líkur eru á því að tjón verði)
Gáleysi(dugar til; endurskoðandi gætir ekki þeirra reglna sem ætlast má til að hann gæti íljósi stöðu hans)
Tekur bæði til athafna og athafnaleysis.
Af því að skaðabótaábyrgð endurskoðenda er skilgreind sem sérfræðiábyrgð er ábyrgð þeirra strangari, sem birtist í
1.Ríkari krafna til aðgæslu og vandvirkni (hlutlægt mat)
2.Ríkari kröfur til þess sem endurskoðandi átti eða mátti vita (huglægt mat)
3.Slakað ásönnunarkröfum miðað við það sem almennt er í skaðabótamálum
PwC: Ábyrgðin hjá stjórnendum bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.12.2010 | 01:25
Sefur þú um nætur?
Þannig endar 20 blaðsíðna bæklingur um siðareglur PwC og ber yfirskriftina "Hvernig við högum okkur í viðskiptum"
Fróðleg og falleg lesning, ef ég væri að leita mér að ærlegum endurskoðendum myndi þessi bæklingur falla vel í kramið.
Eftir að hafa lesið um ásakanir sem koma fram í Glitnisákærunni í New York, þar sem PwC skrifaði svokallað comfort letter til að halda þægindastuðli væntanlegra fjárfesta í lagi, og síðan þessar ásakanir vegna Landsbankans, er ekki laust við að maður sé í nettu áfalli.
Orðspor allrar stéttarinnar hefur verið tröðkuð í svaðið.
Allt tal um að sækja megi skaðabætur til PwC LLP aðalstöðvanna er þó út í hött, og þegar lögfræðingar tala þannig afhjúpa þeir fjarvistasönnun úr kennslustund í félagarétti. LLP er fyrir aftan öll helstu endurskoðunar og lögfræðingafyrirtæki heimsins, og þýðir takmörkuð ábyrgð, sem þýðir að félögin bera enga skaðabótaábyrgð ef að önnur fyrirtæki í keðjunni gera sig sek um vanrækslu eða saknæmar athafnir.
Löggiltum endurskoðendum er skylt að hafa ábyrgðartryggingu sem bætir slík tjón, og af fréttum að dæma er tryggingafélag flestra þeirra í London.
Væri það ekki ískrandi ærónískt, ef að það kemur til kasta breskra félaga að greiða íslenskum stjórnvöldum og fyrirtækjum skaðabætur vegna vanrækslu íslenskra endurskoðenda?
Tilhugsunin sker í eyrun!
Hér er hlekkur í bloggfærslu í maí þegar William Black fjallaði um "djúpu vasana" í endurheimtum
Rannsókn hafin á PwC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.11.2010 | 23:13
Skuggastjórnun í hnotskurn!
Þessi töluliður úr minnisblaði forstjóra FL Group hlýtur að fara inn í skólabækur, sem dæmi um skuggastjórnun.
4. FL group mun hlutast til um að Glitnir klári samkomulag við Hnotskurn um losun á 250 milljónum á morgun en félagið (Hnotskurn) hefur verið í viðræðum um þau viðskipti við Glitni.
Það hljóta að vera skýr lagafyrirmæli í flestum heimsálfum, sem eiga að koma í veg fyrir að "stjórnarmenn" í almenningshlutafélagi hlutist til að hygla sér og sínum.
Beitti sér innan Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2010 | 16:37
Mælistikur að verða raunhæfari.
Þó svo Transparency International hafi mistekist gersamlega að mæla þá "ógeðslegu" spillingu sem á Íslandi hefur grasserað í fjölda ára og birtist aðallega í einkavinabittlingum hvers konar, og þegar menn í valdastöðum hafa misnotað vald sitt í eigin þágu og sinna vina og mulið undir sig almannafé og eigur, þá verður samt að taka viljann fyrir verkið og skoða niðurstöður í víðara samhengi.
TI mælir aðallega "mútur" og stjórnmálaspillingu, sem þyrfti að skilgreina alveg upp á nýtt á Íslandi, því það sem viðgengist hefur hér, flokkar enginn undir mútur eða stjórnmálaspillingu, allra síst þeir sem spurðir eru.
Aðeins einu sinni svo vitað sé hefur því verið haldið fram að stjórnmálamanni hafi verið mútað, 300 milljónir til DO ef hann yrði góður. Hér eru orð gegn orði, því hinn meinti múturbjóðandi viðurkennir ekki neitt.
Sú staðreynd að þessi vísitala mælir Rússland eitt af spilltustu löndum í heimi á pari við Írak, Afganistan og fleiri með rúmlega 2 í einkunn, er vísbending um að þessar mælistikur eru marktækar, þó ekki sé það í okkar tilfelli.
Hér lýsir rússneskur stjórnandi TI stofnunar í Moskvu niðurstöðum sem "þjóðarskömm".
"How can a country claiming to be a world leader, claiming to be a major energy power, be in such a position?" asked Yelena Panfilova, director of the Moscow office of Transparency International. "It's a situation of national shame."
Spillingareinkunn Íslands lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)